3.10.2012 | 13:03
Er einhver hissa þegar menn hafa það svona
....
Enginn áhugi á umbótum
Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu.OECD bendir á að opinber stuðningur við landbúnað hafi minnkað undanfarin tvö ár, en það sé fremur vegna þróunar gengis og heimsmarkaðsverðs á búvörum en að íslenzk stjórnvöld hafi breytt landbúnaðarstefnunni.
Þetta er staðreynd, sem hlýtur að valda furðu þegar annars vegar er hafður í huga vandinn í ríkisfjármálum og hins vegar að styrkirnir, sem íslenzkir skattgreiðendur greiða til einkafyrirtækja í þessari einu grein, eru einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Einhver hefði sagt að einmitt nú ætti að skera upp hið dýra landbúnaðarkerfi, en á því hefur ríkisstjórnin ekki haft áhuga, heldur endurnýjaði hún nýlega búvörusamninga lítið breytta.
Landbúnaðarstyrkir á Íslandi eru ekki aðeins þeir fimmtu hæstu í heimi, heldur eru þeir að stærstum hluta framleiðslutengdir og þar af leiðandi samkeppnishamlandi og markaðstruflandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að haga þyrfti stuðningnum þannig að hvatar samkeppninnar væru nýttir til að styrkja greinina og auðvelda nýjum aðilum að vaxa og dafna á markaðnum. Á slíkum breytingum sem myndu auka skilvirkni í greininni hafa íslenzk stjórnvöld heldur ekki haft áhuga. OECD telur að hlutfall markaðstruflandi landbúnaðarstyrkja sé um 70% á Íslandi, samanborið við til dæmis 25% í ESB.
Stundum er látið eins og háir landbúnaðarstyrkir á Íslandi séu mál sem nánast þurfi ekki að ræða og að landbúnaðurinn leggist af ef hinu úrelta styrkjakerfi verði breytt. Það er auðvitað rangt. Umbætur á landbúnaðarstefnunni í ýmsum nágrannalöndum okkar sýna að það er hægt að lækka kostnað skattgreiðenda og ýta um leið undir skilvirkni, þróun og nýjungar í landbúnaði.
Við getum líka litið til reynslu fjarlægari landa. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var efnahagskreppa á Nýja-Sjálandi og ríkisfjármálin í kalda koli. Þáverandi ríkisstjórn skar stuðning við landbúnaðinn úr svipuðum upphæðum og þá tíðkuðust í Evrópulöndum, niður í nánast ekki neitt. Í dag er stuðningur nýsjálenzkra skattgreiðenda 1% af tekjum bænda og felst fyrst og fremst í rannsóknar- og þróunarstyrkjum. Landbúnaðurinn er blómleg undirstöðuatvinnugrein, sem halar inn meirihlutann af útflutningstekjum landsins. Samt voru þeir að sjálfsögðu til á sínum tíma, sem spáðu því að nýsjálenzkur landbúnaður legðist af við breytinguna, ekki sízt af því að hann væri svo fábreyttur.
Reynsla annarra sýnir að háir, markaðstruflandi landbúnaðarstyrkir eru ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál. Áhugaleysi stjórnmálamanna á Íslandi á að taka til í þessum geira er illskiljanlegt.
Varað við óvinsældum ESB-fánans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hissa á hverju ? Ég er aðallega hissa á því að ritstjóri ESB-blaðsins skuli ennþá nota aflagðan staf í ristjórnarpistlum sínum og held hann ætti ekki að vera að blaðra um að einhverjir skeri sig með sérviZku úr fjöldanum eins og við Íslendingar í landbúnaðarmálum.... og hana nú....zzzzzzZZZZZZ
Jón Óskar (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 13:45
þú ert ekkert inni í þessum álum frekar en öðrum. Zer ekki alveg af lögð í málinu og hana má nota á vissum stöðum - man bara ekki regluna í augnablikinu ;) ...og hana nú
Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2012 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.