20.10.2012 | 08:59
Að hafa gaman.....
Hef nú alltaf haft svolítið gaman af því að hlusta á Jón Steinar. Þekki manninn ekkert, og jafnvel aðeins meira en það. Getur verið að ég hafi setið einn fund með honum a sínum tíma, man ekki hvort hann sat fundinn, en þá var það tengt hans ástkæra félagi Fram. Þetta var á þeim tíma þegar menn þar voru stórhuga. Þeir eins og fleiri lið stefndu á gróðabisness út frá sparktuðru braski. EN það er langt síðan þetta var.
Á nú eftir að lesa viðtalið en það sem stingur mig þarna er þetta.
Jón Steinar segist hafa komið inn í réttinn á sínum tíma í því skyni að láta til sín taka.
...er þetta ekki illa orðað? Að vera dómari og ætla að láta til sín taka!!!! Finnst þetta ekki passa. Hann vinnur eftir lögum, ekki satt, þá lætur maður kannski ekki til sín taka!
Ég fann fyrir mótbyr og andúð annarra dómara og ákvarðanir voru teknar án aðildar minnar. Þar sannaðist að mínum dómi sú regla að sá sem gert hefur öðrum vísvitandi rangt hefur eftir það oft tilhneigingu til að réttlæta háttsemi sína í samskiptum við hann. Svo mættu menn á fundi og lögðu fram tillögur um það sem þeir höfðu þegar ákveðið sín á milli. Þetta eru vitaskuld ólíðandi vinnubrögð sem engin ástæða er til að þegja um.
EN hérna er ég sammála honum þetta þykir mér sérstakt. Auðvitað má eiga von á að menn kasti á milli sín hugmyndum áður en menn hittast á fundum, það er alvanalegt - en þá fá nú allir að sjá hvað er í gangi, en að vera búinir að nánast handsala eitthvað áður en allir hittast er mér ekki að skapi. Þarna talar Jón eins og einstæðingur, og það er kannski bara rétt hjá honum því oft hefur hann komið fram með niðurstöður sem standa einar og sér gegn öllum öðrum. ....ætla ekkert að leggja mat á rétt eða rangt hér enda ekki með þessi mál í kollinum né þekkingu til að greina þar á milli.
En svo mikið er víst að ég sé strax fyrir mér að sumir munu strax draga orð Jóns Steinars í dilka og flokka hápólitískt hvort sem grundvöllur er fyrir því eða ekki.
Jón Steinar: Ólíðandi vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, ég hnaut um þetta sama "láta til sín taka" sem dómari, hvað merkir það eiginlega Jón Steinar þyrfti að útskýra það nánar, er ekkert hissa á þessu plotti, það hljómar fyrir mér að hann meini að plottað hafi verið á móti sér, það aftur gæti útskýrt öll sérálit hans í mörgum dómum. En segi eins og þú hef ekki lesið viðtalið enda enginn Moggi kominn hingað á Costa del Kópasker enn...
Sverrir Einarsson, 20.10.2012 kl. 09:24
Finnst manninum virkilega skrítið að aðrir dómarar við hæstarétt hafi sett spurningamerki við þessa pólitísku vinaráðningu. Þar sem ekki var ráðið eftir hæfni og reynslu heldur flokksskýrteini... það hefði nú verið eitthvað skrítið ef aðrir dómarar þarna hefðu tekið þessu án þess að segja orð.
Að þessi maður hafi verið dómari í æðsta dómstóli landsins er hneyksli og sjálfstæðisflokknum til skammar.
Einar (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 11:51
Ástæðan fyrir þessu var væntanlega sú að aðrir dómarar forðuðust að láta JSG fá viðkvæmar upplýsingar um mál í dómsmeðferð fyrr en það var óhjákvæmilegt þar sem hann var grunaður um að leka upplýsingum til pólitískra vina sinna jafnóðum.
Það er áhugavert í ljósi þess að a.m.k. einn í vinahópi JSG er dæmdur fyrir innherjasvik...
Karma (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 12:48
...það hefur löngum verið fjör í kringum JSG. Oft af sérstökum forsendum. Víst er það rétt að einn af spilafélögum hans var dæmdur fyrir innherjasvik, augljós að mínu mati. ...auðvitað var eþtta ólitísk ráðning þegar hann fékk sætið en þannig hefur þetta löngum verið hér á landi því miður. ....þess vegna finnst mér skondið að Mogginn skuli vera með viðtal við þennan mann daginn sem fram fer kosning um tillögur stjórnlagaráðs.
Gísli Foster Hjartarson, 20.10.2012 kl. 12:57
Það er nokkuð merkilegt sem kemur fram í viðtalinu, að Jón Steinar sé genginn aftur í FLokkinn í því skyni að styðja vin sinn Brynjar Níelsson til embættis innanríkisráðherra (sem fer með skipunarvald dómara). *óhugn*
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 13:46
Þú segir nokkuð Guðmundur - hef ekki en komist yfir blaðið. Nú þarf ég að heimsækja foreldra mína til að fá blaðið að láni
Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2012 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.