Magnaðar tölur

Maður hefur nú lengi vitað að fjöldi erlendra gesti sé mikill á leikjum í Englandi. Hvort þessi tala er alveg rétt eða ekki er að vissu leyti aukaatriði en það er ljóst að þessi mikli áhugi útlendinga á endka boltanum hjálpar liðum að hafa miðaverðið aðeins hærra víða. Það er alveg ljóst að útlendingar sem koma sjaldan á völlinn eru til í að borga meira fyrir miðann heldur en þeir sem fara kannski á marga eða flesta heimaleiki síns liðs en hafa ekki ársmiða. Stóru liðin hagnast mest á þessu, að sjálfsögðu. En það er oft eins og fólk gleymi að það er hægt að fá miða á leiki hjá hinum og þessum liðum á leiki hjá þeim fyrir ekki svo mikinn pening, en þá er ekki víst að þú sjáir risanna. Það breytir því ekki að það er alltaf gaman að skella sér á völlinn. Sumir safna völlum og reyna að komast á sem flesta á lífsleiðinni. Þetta gerði maður þegar maður var yngri en hefur dregið úr því en hef nú samt farið á allavega eina 20 velli.  ....spurning að halda leiknum áfram?
mbl.is Tæp milljón túrista á leiki í enska boltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband