27.10.2012 | 08:13
...gamlar fréttir
...ég sé ekki betur hér í mínum heimabæ að skipum og útgerðum hafi fækkað stöðugt síðan um 1990 eða þar um bil - man nú ekki svona upp á ár. Þannig að þetta eru engin ný tíðindi.
Er sko alveg á því að menn megi eigi að endurskoða þessi veiðigjöld. Finnst ég samt aldrei heyra neinar tillögur frá LÍÚ nema að því er virðist að það að það eigi bara ekkert að innheimta þessi gjöld. Er nú ekki viss um að það gangi.
Þegar fólk sest yfir þetta og sér hvernig margur hefur hagað sér í kerfinu og þá ofbýður mörgum, nei sorrý fleirum meira að segja hér í Eyjum þó fólk sé ekki alltaf að ræða það opinberlega .
Einn af göllum LÍÚ er að þeir hafa ekki haft almennilegan talsmann, heldur bara þennan Friðrik J með vasaklútinn og fólk er fyrir löngu búið að fá nóg af honum.
Gjöldin leiða til fækkunar skipa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvótakerfið hefur haft þau áhrif að illa stæð(illa rekin) fyrirtæki hafa horfið af sjónarsviðinu.nú er annars konar samþjöppun í gangi sem gengur út á það að lítil og meðalstór fyrirtæki(nýliðarnir) gefast upp út af veiðigjöldunum.Miklu eðlilega að vera bara með hærri skattprósentu á fyrirtækin ef á annað borð á að níðast meira á útgerðinni.Er á móti því.Og af hverju bara útgerðin.Má ekki setja "veiðigjald" á t.d. á Banka og fjármálafyrirtæki.Þar eru peningarnir ,ekki satt?
josef asmundsson (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 09:06
LÍÚ er með fínan talsmann í frænda mínum Adolfi Guðmundssyni en hann veit ekki hvað vasaklútur er .
Kvótakerfið kallaði fram hagræðingu þar sem allt of mikið var af bátum í gamla sóknarmarkskerfinu og arðsemin engin. Þökkum fyrir þá þróun, en hún getur gengið of langt. Ekki er tilgangurinn að vera með eina ríkisútgerð eða ESB-útgerð er það ?
Hef ekki heyrt það að LÍÚ hafi komið með þá einu tillögu að gjöld eigi ekki að innheimta, heldur vilja menn hafa skoðun á því hversu há þau eigi að vera, en það er ekki í tísku hjá þessari ríkisstjórn í þessu máli frekar en öðrum.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.