Þetta verður forvitnilegt!

Hvernig ætla þessir meistarar að fara að saka aðra um að stunda ósjálfbærar veiðar á deilistofnum. Er ekki rétt að byrja á að taka til heima hjá sér áður en maður fer að skipta sér að því hvað nágranninn er að gera, þó svo að lóðirnar liggi saman og hægt er að flakka á milli.
mbl.is Heimild ESB til refsiaðgerða lögfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

Þetta er bara beint hótun við okkur íslendinga hefur ekkert með sjálfbærar veiðar að gera.

Nú á að fara í að ræða erfiðu kaflana svo nefndu þá henda svona hótunn uppá borðið.

Ég persónulega myndi segja hingað og ekki lengra. Standa upp og ganga frá borðinu.

það er ekki hægt að semja undir endalausum hótunum.

en Ég geri ekki ráð fyrir því að það ESB þrælarnir á alþingi geri það.

Hjörleifur Harðarson, 31.10.2012 kl. 12:44

2 identicon

Þetta sýnir bara viðhorf þeirra til okkar Íslendinga.  Það þarf bara að fara að gefa þessu liði puttann og þótt fyrr hefði verið !

Jón Óskar (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 12:59

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Óskar láttu ekki svona

Er alvveg sammála þér Hjörleifur það semst lítið undir stöðugum hótunum, verst er þó að þær koma frá bæði Norðmönnum og ESB þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvað býr að baki. Hverjum er að yfirsjást hvað?

Þó menn hafi sett eitthvað svona fram þá er enginn að segja að menn fari að nota þetta. En við höfum nú ekki efni á því að láta ESB loka sínum mörkuðum fyrir okkur. Enda það svo sem ekkert að fara að gerast. Við gleymum nú líka  stundum að þó við teljum okkur stóra þá erum við bara dropi í hafið og kunnum okkur oft ekki í samskiptum við aðrar þjóðir.

Ég hef engar áhyggjur að svo stöddu á þessari heimild - finnst bara að menn eigi fyrst að taka til heima hjá sér. Veit að ykkur finnst það líka.

Gísli Foster Hjartarson, 31.10.2012 kl. 13:56

4 identicon

Finnst samt spes af ESB að senda þetta óveður hingað svo flotinn komist ekki til veiða.  Vonandi verður ekki framhald á

Jón Óskar (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.