Til hvers?

Það er til lítils að vera að hvetja til strandsiglinga í þessu landi. Er mönnum ekki að takast að leggja fagrar byggðir landsins í eyði? Jújú gert með góðum hug hjá Ömma en er ansi hræddur um að hann tali fyrir dauðum eyrum ráðamanna fyrirtækjanna sem siglingar þessar stunda. Menn geta ekki bara sagt þetta og hitt og ætlast til þessa eða hins af fólki ef það á að leggja sitt fyrirtæki undir í einhver hæpin verkefni á meðan menn standa í pontu á alþingi og halda eldræður um hvað gera skuli, á kostnað annarra.
Held að þetta gæti vel verið auðveldara ef að við værum í ESB og gætum nýtt styrki þaðan til að borga undir þetta loforð Ömma. En við vitum öll að Ömmi er einangrunarsinni og því ekki að reikna með því og það sama á við um fyrirspyrjanda Ásmund Einar Daðason.
mbl.is Strandsiglingar hefjist næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Það kostar mikla skattpeninga að viðhalda vöruflutningar-vegum landsins. Vestmannaeyjar nýta sér sjó og flugleiðina. Hafa aðrir landsmenn ekki líka rétt á slíkri þjónustu? Erum við ekki bara þrælar stjórnlausa Evrópusambandsins? Hver sér framtíð þessa einræðis-sambandsríkis? Það hefur öllu verið snúið á hvolf í þessu fyrirhugaða mannréttinda-friðarbandalagi! Því miður sé ég ekki neitt sameiningar-friðartákn í þessu stjórnlausa ESB-bankaræningjaveldi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 19:33

2 identicon

þegar menn eru að tala um kostnað við strandsiglingar reikna menn yfirleitt ekki með þeim sparnaði á móti sem felst í minni viðhaldi vegakerfisins .Sá kostnaður hefur stóraukist eftir að stóru flutningarbílarnir komu á vegina.Eða eigum við kannski að segja -eftir að koma í ljós því mér skilst að viðhaldi hafi verið stórkostlega ábátavant síðustu ár.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband