Lýst vel á Villa

Það verð ég að segja að ég er ánægður með að sjá Villa ánægðan. En verð að segja að það er undarleg hjörð sem velur Jón Gunnarsson fram yfir Vilhjálm Bjarnason. Á reyndar bara bágt með að trúa því að það hafi gerst. Ánægður með að sjá Ragnheiði vinkonu mína taka annað sætið.
Óli Björn býður þarna afhroð held ég að ég verði að segja. Hef svo sem enga skoðuna á honum eða öðrum þarna sem é ghef ekki minnst á. Finnst reyndar Bjarni hafa dalað en hann er nú formaðurinn, þó orðsporið sem honum fylgir sé honum ekki til tekna á almennum vettvangi.
mbl.is „Þetta er minn persónulegi sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,...undarleg hjörð sem velur Jón Gunnarsson.."

Þar sem 18%  kosningabæra manna kusu formanninn í fyrsta sæti þuurfti þessi Jón ekki mörg atkvæði.

JR (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 00:41

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég hef eitt sinn tekið þátt og kosið í prófkjöri. Það sem mér þótti ekki í lagi, var að ég varð að merkja við einhvern tiltekinn fjölda frambjóðenda, annars yrði atkvði mitt ónýtt...asnalegt að neyðast til að merkja við fólk sem ég vildi ekki ! Hefði að sjálfsögðu viljað merkja bara við þá sem ég vildi á listann og hélt að til þess væru prófkjör. Vil 100 % endurnýjun á öllum sem voru í hruninu 2008, öllum.

Þykir slæmt að missa VB þaðan sem hann hefur verið, þó svo ég samgleðjist honum, því þetta er jú það sem hann vill. Vona bara að hann haldist heill og smitist ekki á fyrstu dögum á Alþingi..;O

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 00:53

3 Smámynd: Landfari

Líst vel á að fá Vilhjálm á þing.

Skondið að sjá hann tala um að standa jafnfætis mönnum sem setið hafa inni. :)

Landfari, 11.11.2012 kl. 02:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér líst líka vel á Vilhjálm. En hvað er það Gísli, sem þér líkar ekki við  Jón Gunnarsson? Ég verð að játa að ég þekki ekkert til hans utan þingstarfa en þar finnst mér hann ágætlega rökfastur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2012 kl. 03:51

5 identicon

Einn alvarlegan löst hefur Villi Bjarna að bera,það er hve hann er sauðtryggur verðtryggingunni. Hann er mikill vinur vaxta og vaxtavaxta og annara auka vaxta.

Númi (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 23:49

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Verðtrygging er ekki vandamál á Íslandi en háir vextir eru það. Verðtrygging + 2% vextir væri allt í lagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2012 kl. 00:19

7 Smámynd: Landfari

Það er hárrétt hjá þér nafni að verðtryggingin er ekki vandamálið. Vandamálið er í okurvöxtum ofan á verðtryggingu.

Það er nokkuð ljóst að ég væri búinn að missa kofann minn i bullandi vanskil ef ég hefði verð með óvertryggt lán á breytilegum vöxtum í stað verðtryggða húsnæðislansins.

Landfari, 12.11.2012 kl. 10:04

8 identicon

Hvað hefur þú á móti Jóni Gunnarssyni Gilli ?

Jón Óskar (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 11:58

9 identicon

Ég spyr eins of fleiri hvað þú hefur á móti Jóni Gunnarssyni.  Þekkti ekkert til mannsins áður en hann kom á þing en verð að segja að þetta er sá þingmaður sem ég er hvað hrifnastur af í dag.  Talar umbúðarlaust og segir hlutina eins og þeir eru.  Hann er að reyna að vinna í alvörumálum.

Egill Arngríms (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.