Gott að eiga góða að.......

Það er nú aldeilis gott að eiga Baldur uppi í erminni þegar svona fór eins og núna fór. Ekki í fyrsta skipti sem að Baldur kemur okkur til hjálpar - velkominn vinur.

Nú geta menn einbeitt sér að því að koma standi á þá viðbragðsáætlun sem menn ætla að viðhafa vegna hálkunnar sem myndast á leiðinni að og frá Landeyjahöfn i tíðarfari eins og um daginn. Skilst að seint hafi verið brugðist við svellinu sem náði frá þjóðvegi og niður á hafnarkant. Trúi því að bæjarstjórinn og co setji hrygg í málið. Spurning um að við eigum bíl til taks niðri við bryggju sem verður alltaf til taks ef sanda, salta, skafa eða ryðja á veginn upp á þjóðveg 1.


mbl.is Baldur siglir til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða "vinur" hjálpi nú fólkinu á Suðurfjörðunum sem stóla á ferjuna, sérstaklega til fiskflutninga. Ferjan er lífæðin enda varla bílfært yfir hálsana fyrir flutningabíla.

Auðvitað eiga Eyjamenn allt gott skilið en mikið skelfilega er þetta klén lausn.

Sveinn Ingi (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 15:22

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er þér sammála Sveinn Ingi - lausnin ekki sú besta fyrir alla - því miður

Gísli Foster Hjartarson, 26.11.2012 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.