Vel gert!

Vel gert hjá þessu öfluga félagi. Starfsfólkið þarna pottþétt búið að leggja sitt á vogarskálarnar. Frábært að heyra að menn ætli aðeins og bæta í veski fólks á þessum árstíma.  Svo hefur mér alltaf þótt vænt um það þegar þeir færa félagasamtökum í bænum styrki á milli jóla og nýárs - það er líka rausnarlega gert.

Þetta fær mig nú líka samt til að spá í hvort ekki sé alveg hægt að hækka líka laun t.d. fiskverkafólks á ársgrundvelli um góðan pening. Sjómenn hafa fengið feita kjarabót með lágu gengi aumkunarverðrar krónunnar og háu fiskverði, sem sér nú sennielga fyrir endann á,  en það hefur ekki skilað sér í landsvinnsluna á Íslandi - því miður.


mbl.is Samherji greiðir 370.000 kr. launauppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ætli þú verðir ekki að spyrja forystu ASÍ af hverju það var í lagi að það var látið viðgangast launaskrið á árunum ~2003 - 2007 í öllum hópum launþega nema fiskvinnslu og af hverju það má ekki vera launaskrið í fiskvinnslunni eftir þann tíma, þegar hún klárlega á að vera í stakk búin til að hækka laun.

Fyrirtækin mega ekki hækka laun og greiða því bónusa til að fara framhjá kjarasamningum, ekki til að svína á starfsmönnum heldur á ASÍ og SA.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.11.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband