30.11.2012 | 06:57
Hverslags fyrirsögn er þetta?
....ekki allir vaknaðir?
Rænt vopnum úr áströlsku herskipi
Brotist var inn í strandgæsluskip í eigu ástralska sjóhersins í morgun og þaðan stolið töluvert af vopnum. Fram kemur í frétt AFP að þjófunum hafi tekist að yfirbuga vörð um borð í skipinu og í framhaldinu látið greipar sópa.
Hinn óboðni gestur yfirbugaði vörð, opnaði vopnabúr skipsins og fjarlægði talsvert af vopnum, segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Ástralíu en ekki hefur verið upplýst um það hvaða vopn voru tekin en skipið, sem er af Armidale-gerð, er staðsett í borginni Darwin í norðurhluta landsins.
Fram kemur í fréttinni að venjulega sé að finna vélbyssur í vopnabúri slíkra eftirlitsskipa, árásarriffla, haglabyssur og skammbyssur auk skotfæra. Ríkisútvarp Ástralíu segir að um einn einstakling hafi verið að ræða sem vopnaður hafi verið skotvopni.
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að vopnunum og hafur ástralski sjóherinn fyrirskipað úttekt á öryggismálum allra herskipa og flotastöðva á vegum hans.
Rændi vopnum úr herskipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.