Besti borgarstjórinn er með'etta

Jón Gnarr er flotur borgarstjóri - besti borgarstjórinn sem verið hefur á klakanum frá því ég man eftir mér - get ómögulega munað lengra aftur og tjái mig því bara um þá er ég man eftir. Það er svo gaman að svo oft segir hann það sem aðrir bara hugsa, jújú viðbrögðin oft misjöfn en þannig er það bara. Held að ég sé ekkert að fara með rangt mál þegar ég segi að Jón Gnarr hefur komið ansi mörgum á óvart með framgöngu sinni í starfi borgarstjóri - þá meina ég á jákvæðan hátt en ekki neikvæðan.  .......honum hefur á margan hátt tekist það í borgarmálum sem hefur klikkað í landsmálunum og það er að ná breiðari samstöðu um marga hluti.
mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er væntanlega ekki skammbyssa heldur "shotgun", enda ólöglegt að veiða með þeim og sérstök skilyrði eru fyrir þeim - og auðvitað hefur hann leyfi....eða....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 18:45

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að Jón Gnarr reindi að hafa áhrif í sínum eiginn átthögum áður en hann fer að vera siðapostuli fyrir aðrar þjóðir.

Var ekki strokufangi á Ísland með rifill þegar hann gaf sig fram?

Hvernig í ósköpunum gat hann náð í rifill í landi sem er með svo gallalaus vopnalög og eru á Íslandi?

Það er gaman að bulla eins og lattelepjandi lýður kaffihúsa í 101 Reykjavík, enda er allt rétt og gott sem þaðan kemur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 26.12.2012 kl. 18:55

3 identicon

tek undir Johann, alveg sammala.

ks (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 19:15

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Ekki er metnaðurinn mikill um hæfi borgarstjóra.

Hörður Einarsson, 26.12.2012 kl. 19:25

5 identicon

Mikið er ég sammála þér Hörður Einarsson.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 20:08

6 identicon

Moggamenn eiga greinilega erfitt með lestur, þrátt fyrir að vera búnir að leiðfrétta fréttina alla vega einu sinni er hún enn ekki rétt. Lítið á frumheimildina, þar er talað um skammbyssu sem karl faðir hans átti og hann hleypti af á yngri árum.

Karl J. (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 21:27

7 identicon

PS

Jóhann vopnalögin eru sjálfsagt ekki gallalaus frekar en mörg önnur en í þeim er kveðið á um geymslu skotvopna. Einnig eru hljóðdeyfar ólöglegir nema þá í notkun meindýraeyða og skulu þeir skráðir ef minnið svíkur mig ekki.

Karl J. (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 21:30

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jón gengur ekki á öllum sílyndrum.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2012 kl. 21:56

9 identicon

Liggur ekki beinast við hjá borgarstjóranum að krefjast þess að varðskipin liggi ekki í Reykjavíkurhöfn því að þau eru vopnuð? Eru starfsmenn þá ekki allir hálfvitar fyrst þeir vinna hjá "vopnasafninu"?

Mikið má þakka Guði fyrir að Gnarrinn skuli ekki vera ríkisstjóri!

snorri (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 17:28

10 identicon

Ég held að hann hafi staðið sig vel með eindæmum og hefur nýtt embætti sitt betur en flestir.

Viðbrögð sérstakra hópa innan samfélagsins við hans opinberu persónu sýna samt mjög vel hvers vegna almennir alþingismenn stunda ekki slíkan áróður og halda sér flestir einfaldlega saman, þótt það sé algjör gunguskapur. Það er einfaldlega betra fyrir feril þinn sem pólitíkus að segja lítið og henda inn öruggum punktum þegar tækifæri gefast. Að spila bara leikinn.

Mér finnst þetta vera nú frekar neikvætt og merki um að hinir almennu borgarar ræða ekki málin á neitt sérstaklega háu stigi, enda alltof uppteknir til að upplýsa sig frekar en að renna yfir greinar sem vekja áhuga og henda inn reiðu kommenti. Koma kosningar, enn eru allir of uppteknir til að fara djúpt í málin og skoða aðrar hliðar en sínar eigin, svo hver spilaði betur fyrir þeim, sá opinberi sem stendur upp úr eða hinn hljóðláti sem spilar aðeins inn í öruggu punktana?

Kári (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.