Borgarstjórinn er með'etta

Gott hjá Jóni að koma inn á þennan punkt. Maður þarf að kunna sig á svona fundum. Koma heiðarlega fram og af virðingu við þá er fundinn sitja. Það á við um alla, fundarmenn sem og þá er til fundarins boða. Fundarstjóri má vera "leiðinlegur" og "grípa fram í" ef eitthvað fer úr böndunum - allir hina verða að sýna þann þroska að kunna að sitja sovna fundi, ja eða vera bara annarsstaðar.

Maður er fljótur að tapa málsstað, samúð og stuðningi ef að maður kann sig ekki - ekki satt?


mbl.is „Einelti og hreint og klárt ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Einelti er illt og ofbeldi vont, en virðing og tillitsemi af hinu góða. Sannur stjóri semur frið og ávinnur fôlkið. Hann verður að hafa hrygg til að mæta slíkri andstöðu og sýna karlmennsku í verki.

Óskar Sigurðsson, 29.1.2013 kl. 23:14

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott hjá Jóni Gnarr að segja frá. Það eru einmitt hrokaviðbrögð sumra, sem stoppa fórnarlömb eineltis í að segja frá. Þeir sem hæðast að fórnarlömbum eineltis sýna ekki neina karlmennsku, þótt þeir telji það sjálfir. Pólitískir andstæðingar hafa ekki rétt til að lítilsvirða og hæða viðkomandi. En sumir virðast trúa að þeir hafi þann rétt.

Það er djúpt á þroskaðri umræðuhefð og réttætiskennd sumra. Það þykir í lagi að kvarta og kveina yfir Jóni Gnarr, og svo þegar hann heldur fund til að nálgast fólk og hlusta á þeirra viðhorf, þá er kvartað og kveinað yfir því! Sumu fólki er hreinlega ekki hægt að gera til hæfis!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2013 kl. 23:58

3 identicon

Ég hef nú aldrei alveg náð borgarstjóra Reykvíkinga. Veit ekki hvenær hann er að grínast og hvenær hann talar í alvöru. Get vel ímyndað mér að svo sé farið hjá fleirum. Hann er frábær listamaður, algjörlega frábær leikarri og kannski er það vandamálið hjá honum. En að borgarstjóri Reykvíkinga boði til fundar og kvarti svo yfir því hvernig komið er fram við hann og kalli það einelti og ofbeldi? Ég get vel skilið að fólk kvarti yfir dónaskap og frekju. Eru það kannski ekki betri lýsingarorð. Stjórnmálamenn, eins og aðrir, verða að kalla hlutina réttum nöfnum. Þetta er taktleysi - Jón hefur bara verið hrynvilltur í kvöld.

Bjarni Ólafur (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 01:14

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er greinilegt að Borgarstjóri sjálfur er eitthvað ekki í lagi, var ráðist á hann og hann beyttur ofbeldi eða hvað...

Á orðum hans má ætla svo...

Annars sat ég ekki þennan fund svo ég get ekki talað út frá staðreyndum en á bágt með að ímynda mér að til ofbeldis hafi komið....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2013 kl. 07:21

5 identicon

Oft kemur grátur eftir skellihlátur. Hafa samherjar snúið baki við Jóni? Neita þeir að vinna með honum? Er það valdhroki að þola ekki gagnrýni? Fáum við bara einhliða fréttaflutning af þessum íbúafundi? Að tala um þroskaða umræðuhefð út frá einhliða fréttaflutningi er absúrd.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 08:55

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

...já væri gaman að heyra hvað einhverjum fundarmönnum fannst um framgang fundarins. Hvað sagt var og gert.

En held að við séum öll sammála að það þarf að koma sómasamlega fram á svona fundum. Alla gagnrýni þarf að setja málefnalega fram - það er ekki nóg að gaspra og góla eða kalla fólk einhverjum nöfnum. Einhvern veginn fannst mér borgarstjórinn vera að gefa í skyn að slík hefði framkoman verið.

En ég var ekki þarna.

Gísli Foster Hjartarson, 30.1.2013 kl. 10:14

7 identicon

Ég heyrði í útvarpi í morgun að hann hefði neitað að svara spurningum á fundinum. Ef rétt er þá er það einkennileg afstaða hjá manni sem segist vilja umræður. En líklega er ekki við öðru að búast af borgarstjóra sem kallar sig anarkista.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband