1.2.2013 | 07:30
...og Bjarni Ben þá líka?
Nú studdi hann eðli málsins samkvæmt líka síðustu útgáfuna af Icesave samningunum. Vill þá ekki líka minni hlutinn að hann víki líka?
Það var búið að skella öllum hurðum í andlitið á þjóðinni eftir hrun og eina leið þjóðarinnar til að fá stuðnng utan frá var að ganga til samninga - er fólk búið að gleyma því? Heyrði að Geir H Haarde var ekki búinn að gleyma því í viðtali á Rás 2. Held að fólk geri sér enga grein fyrir því hver staðan væri hérna ef menn hefðu ekki lagt af stað í þessa samninga á sínum tíma.
Það er alveg magnað að heyra,lesa og skynja hvað þjóðin hagar sér oft eins og jó-jó en gleymir skynseminni og að skoða hvað gekk á - magnað alveg hreint. Meira að segja þeir sem fóru með málið fyrir hönd þjóðarinnar reiknuðu ekki einu sinni með svona góðri niðurstöðu - en meirihluti þjóðarinnar vissi allan tímann hver hún yrði - ekki satt? magnað
40% vilja afsögn ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já og hvað segir þetta okkur annað en að Ríkisstjórnin gengur ekki í takt við meirihluta þjóðina...
Þessi könnun er eitthvað skrítin ef við skoðum tölur á styrk Samfylkingarinnar og VG. eða er það ekki...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.2.2013 kl. 08:03
Ekki er ég stuðningsmanneskja þessarar ríkisstjórnar, en mér ofbýður hrokinn og sjálfumgleði sumra andstæðinga hennar þessa dagana. Betra á að horfa en í að vera, á vel við í þessu máli.
Þeir sem hertaka og kúga ríkisstjórnir, fá ekki einu sinni eitt lítið skamm fyrir sinn þátt í öllum soranum. Það eru: banka-ræningjarnir, lífeyris-ræningjarnir, AGS-ESB-heimsmafíuklíkurnar og dómstóla-strengjabrúður þessara hvítflibbaglæpamanna, sem nú komast gagnrýnilaust upp með að hreykja sér af eigin siðblindu og siðleysis-blekkingum!
Haldið þið bankaræningja-glæponar bara áfram að blekkja, ræna og svíkja almenning, hér eftir sem hingað til, eru skilaboðin sem þetta hvítflibbalið er útskrifað með?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2013 kl. 08:45
60% vilja að ríkisstjórnin siti, en fylgi S er aðeins 16% og VG um 6%. Samsing rong. Önnur hvor skoðunarkönnunin er röng, ef ekki báðar. Það er hægt að panta skoðunarkannanir. Ég er sammála, BB á að hverfa og mér er ógerningur að skilja fylgið. Samsing rong.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 19:06
Sé ekki eftir sekúntu af þeim tíma og peningum sem fóru í að mótmæla ríkisstjórnini og þeim sem stóðu gegn meirihluta þjóðarinnar í baráttu gegn glæpamönnunum sem stóðu á bak við sölu bankana og þessa Icesave hroða! Húrra húrra húrra húrra við unnum fullnaðarsigur á þessum viðbjóði þökk sé okkur en ekki stjórnvölum dauðans!
Sigurður Haraldsson, 1.2.2013 kl. 20:08
Afsakið prentvillur mér er heitt í hamsi þvi að stjórn landsins er í molum þar sem flokksræðið gegn lýðræðinu er algert!
Sigurður Haraldsson, 1.2.2013 kl. 20:09
þér er auðveldlega fyrirgefið Sigurður - hef lent í þessu sjálfur
Gísli Foster Hjartarson, 1.2.2013 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.