Hægan hægan Siggi!

..ég veit ekki betur en að Ásmundur Friðriksson sé Eyjamaður - fæddur og uppalinn - þó svo að hann sé búsettur annarsstaðar, en í kjördæminu þó. Hvað ætli verði svo um Eygló Harðar og Róbert Marshall tel þau bæði vera Eyjafólk þó þau búi ekki hér í Eyjum, frekar en Ási, um þessar mundir, vonandi komast þau að. Víst er Geir Jón góður og vænn kostur, með lögheimili í Eyjum - og mun betri kostur en margir sem í framboði eru.

Svo geturðu líka spurt þig af hverju Eyjamenn flykktu sér á bak við Ragnhildi Elínu í prófkjörinu? Ekki er hún Eyjamanneskja. 

En svo er líka kannski kominn tími á að fólk komist upp úr þessum hjólförum að vera sýnt og heilagt í einhverju svona sveitarfélagshagsmunapoti.  Kann nú ekki að nefna hann en einn frambjóðandi hjá íhaldinu hér í Suður fór mikinn í prófkjörinu og stillti öllu upp landsbyggðin gegn höfuðborginni - og var í hálfgerðum stríðsham - hér hrisstu vel flestir hausinn yfir málflutningi hans- sem betur fer - og hann fór ekki hátt á lista.

Getur verið að fólk sé farið að líta á mannkosti frambjóðanda fram yfir búsetu? Það væri gott.
mbl.is Enginn Eyjamaður á þingi í vor?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér rennur í grun að Sjálfstæðismenn krossi við sitt D, hér eftir sem hingað til, hvort sem Eyjamaður er í öruggu sæti eða ekki, annað kæmi á óvart.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2013 kl. 14:35

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

...mikið rétt

Gísli Foster Hjartarson, 2.2.2013 kl. 14:37

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er orðið svo vinsælt að krunka í lýðræðinu til að fá fram jafnrétti kynjanna.

Af hverju ætti ekki gera það til að koma inn einhverju gæludýri eins og alltaf hefur verið.

Teitur Haraldsson, 2.2.2013 kl. 15:03

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gísli.

Mér fannst grein Ómars í þar síðustu Eyjafréttum athyglisverð,þar sem hann bendir á Framsókn,VG og Samfylkingin hafi nú ekki lengur Eyjamann í líklegu sæti til þingsetu. Það erb breyting allavega hjá Framsókn og Samfylkingu.

Pistill minn er hvatning til Eyjamanna að tryggja Geir Jón inn á þing.

Auðvitað á Ásmundur rætur sínar í Eyjum eins og ég og fleiri. Hann mun rugglega berjast fyrir málum Vestmannaeyja ásamt fleiri hagsmunamálum.Það sem er að vekja athygli á er að ávallt hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt þingmann með lögheimili í Eyjum.Í kosningunum í vor geta Vestmannaeyingar átt það enn með því að kjósa D og tryggja Geir Jón ínn á Alþingi.

Aðalatriðið er að vinna að því að ná 5. mönnum inn fyrir D-listann í vor. 

Sigurður Jónsson, 2.2.2013 kl. 16:27

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég skil alveg hvaðan þú ert að koma Siggi. Sé þetta bara ekki alveg þessum augum. Aðalatriði fyrir mér er að gott gólk komist á þing og það má finna í öllum flokkum. Það er ekki eins og þetta hafi eitthvað skiptst sérstaklega vel eftir því hvaða flokkar eru við völd hverju sinni og hvort við höfum átt f´lk við kjötkatlana. Póltík á fyrir mér eins og annað í lífinu að snúast um almenna skynsemi en ekki hagsmunagæslu í rúmlega 300 þúsund manna samfélagi, tala nú ekki um þegar við erum að tala um sveitarstjórnirnar.

Ég skil vel að Árni hafi fallið niður á við. Hans tími er liðinn. Það hefði verið klókt hjá honum að bjóða sig ekki fram, heldur stíga til hliðar. Held að ef svo hefði verið hefðum við kannski náð inn einhverju mómenti hér í Eyjum með nýjum manni. En kannski ekki við erum ekki eins stór eining í kjördæminu og við vorum áður - það hefur áhrif. Hér heyrir maður líka sögur af samstöðu fólks suður með sjó um að flykkja sér á bak við 3 aðila og það hafði klárlega til ætluð áhrif og menn náðu í 3 af fjórum efstu - ef þetta er rétt.

Það má náttúrulega líka nota útstrikunaraðferðina til að koma sínu fólki ofar á lista, en þá þarf nú samstaðan að vera ansi mikil.

Verður gaman að sjá hvernig þetta allt fer þegar þar að kemur

Gísli Foster Hjartarson, 2.2.2013 kl. 16:50

6 identicon

En hvernig væri að bjóða uppá lýðræði og hafa listana óraðaða, þ.e. að við kjósendur myndum raða í kjörklefanum. Þá loksins hefðum við eitthvað um það að segja hverjir kæmust á þing, núna er það þannig að það er raðað óhæfu fólki sem hugnast flokksforystunni í efstu sætin og síðan er sett duglegt (jafnvel heiðarlegt) fólk í baráttusæti til að fá menn til að merkja við flokkinn. Ef við gætum raðað í kjörklefanum, þá yrðu þingmenn að vinna fyrir okkur, ekki forystuna.

larus (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 17:01

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð hugmynd hjá þér larus.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.2.2013 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.