...örugglega ekki sér sænskt

er viss um að t.d. konur hér innanlands hafa fengið að heyra ýmislegt og oft sér maður komment í þessa áttina þó þau séu ekki send á viðkomandi aðila. Það er ýmislegt látið fljóta með í umræðunni oft á tíðum, oft eitthvað sem er alveg út úr kú og viðkomandi aðilum ekki til framdráttar.    ........maður hefur nú látið hafa ýmislegt eftir sér en maður reynir að vanda sig og ganga ekki yfir strikið.
mbl.is Geturðu ekki bara drepist?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er örugglega ekki heldur aðeins bundið við konur. Karlar fá örugglega líka svona sendingar, en eru tregari að greina frá þeim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 13:05

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

....mikið rétt Axel Jóhann þeir fá líka pottþétt skít inn umlúguna hjá sér blessaðir karlarnir. Ótrúlegt oft hvernig fólk getur látið

Gísli Foster Hjartarson, 9.2.2013 kl. 14:51

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þessum pistli þínum Gísli Foster.

Gott að Axel Jóhann bendir hér á þá staðreynd, að karlmenn lenda í því sama og konur.

Hvað er raunverulegt jafnrétti og réttlæti? Hvar eru jafn-réttlætis-dómstólarnir? Eru þeir kannski ekki til í vestræna heiminum?

Karlmönnum/drengjum hefur verið sýnd sú vanvirðing í nútíma-umræðunni, að jafnrétti sé einungis bundið við réttindi kvenna/stúlkna!

Óréttlæti er að mínu mati ekki líðandi, sama hvort um drengi eða stúlkur er að ræða!

Ég skil ekki þær yfirlýstu fullyrðingar, að kvenforréttindi séu talin til jafnréttis-mannréttinda, frekar en karla-mannréttinda. Ég hreinlega skil ekki hvernig er mögulegt að kyngreina jafnrétti og mannréttindi. Það er staðreynd að misnotaðir og kúgaðir drengir og menn eru hundsaðir af nýjasta kerfinu, á sama hátt og gert hefur verið í gamla karlaveldiskerfinu!

Það er öllum hótað af bankamafíunni, með öllum mögulegum vopnum, og þar eru kúgunarvopn kynhneigðar efst á "jafnaðar"-kúgunarpíramídanum í stjórnsýslunni.

Hversu margir hafa ekki fengið þessi nauðgunar-kynja-kúgunarvopn beint í andlit sitt, og ekki átt sér nokkra undankomuleið?

Drengir og fullorðnir karlmenn eru miskunnarlaust misnotaðir og kúgaðir á allan mögulegan hátt, ekkert síður en stúlkur og konur!

Eins gott að fólk átti sig á þeirri staðreynd!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2013 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband