12.2.2013 | 16:42
......hitnar í kolunum
Hlakka til að sjá hver framvinda þessa máls verður. Hef samt nokkrar spurningar, lögfræðiskilningurinn minn er ekki mikill og þess vegna skil ég ekki af hverju farið er í mál við kaupanda. Seljanda já ókei en kaupanda?
Svo eru náttúrulega ýmsir hlutir sem má velta upp.
Af hverju var ekki t.d. fyrst rætt við kaupandann, sem gaf í skyn ef ég man rétt að hann hefði hugmyndir um að reka þetta jafnvel frá Eyjum að einhverju leyti, og hann boðinn velkominn til Eyja og að vonast eftir góðu samstarfi? Var það kannski gert og hefur ekki en komið upp á yfirborðið?
Segjum sem svo að bærinn vinni málið. Hvað ætlar hann að gera við kvótann? Eiga hann og leigja út? Selja hann hæstbjóðanda? Finna á hann eitthvert verð og leyfa öllum sem stunda útgerð sem aðalstarf í bænum að kaupa einhvern hluta? Ef menn ætla að leiga hvernig ætla menn að stjórna því?
Veit að það er langt í niðurstöðu en finnst bara gaman að velta þessu upp því á þessu máli eru margir flettir.
Höfða mál vegna Bergs-Hugins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágætis vangaveltur félagi Foster.
Svo mikið er víst að Vestmannaeyjabær hvorki má (sbr. sveitarstjórnarlög) né vill sjálfur ganga inn í kaup sem þessi. Forkaupsrétturinn er eingöngu til þess að gera öðrum aðilum í sveitarfélaginu unnt að ganga inn í kaupinn. Þannig var hugmynd löggjafans að koma í veg fyrir að kvóti færi frá svæðum þar sem enn er arðbært að gera út. Í þessum hluta málsins erum við bara að fara fram á að fyrirtækjum hér í Eyujum verði gefið tækifæri til að kaupa þennan kvóta. Ef þau vilja/geta það ekki þá getum við lítið gert í viðbót.
Spurning þín um afhverju báðum er stefnt er bara hægt að svara með því að það er ákvörðun lögmanna.
Að lokum vil ég ítreka að það er ekkert óeðlilegt að útgerðamenn selji sínar eignir þegar þeir ekki telja sér lengur kleift að gera út eða þá að reksturinn er ekki lengur arðbær. Mín skoðun er sú að þetta hefur of mikið verið bundið við persónur og leikendur í umræðunni hér í okkar góða bæjarfélagi. Þegar hagsmunir eru jafn miklir og hér um ræðir (um 10% af hagkerfi Vestmannaeyjabæjar) er jafn eðilegt að samfélagið grípi til þeirra varna sem því eru tryggðir í lögum um stjórn fiskveiða. Okkar eina vörn er forkaupsrétturinn. Ef svo enginn vil ganga inn í kaupinn þá gengur þetta allt sína leið og við þurfum að horfa á eftir tveimur bátum, 5200 þorskígildum og tugum fjölskyldna. Þannig bara er þetta.
Elliði Vignisson (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 16:59
Takk fyrir þetta Elliði. Ég styð ykkur alveg í því að láta á þetta reyna og sjá hver niðurstaðan verður. Vona að þetta fari vel. ...og jú víst hefur þetta verið personugert um of, hef einmitt átt spjall við seljandann um þetta mál og á margan hátt var ómaklega að honum vegið.
Ef einn aðili innanbæjar mætti bara bjóða þá sé ég personulega ekki nema eitt fyrirtæki geta boðið í þennan pakka - þ.e.a.s.e f hann á að seljast sem ein eining, en ef fleiri mega koma að þá verður þetta ekkert vandamál. Vissulega mun brotthvarf útgerðarinnar, ef af verður, hafa áhrif á bæjarkassann en hvort við munum sjá á eftir tugum fjölskyldna á eftir að koma þá í ljós menn gætu nú svo sem búið hér áfram þó þeir rói á bátum annarsstaðar frá það er vel þekkt.
Nú er bara að bíða og sjá. - og takk aftur fyrir þetta svar
Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2013 kl. 17:17
Þú segir "Vissulega mun brotthvarf útgerðarinnar, ef af verður, hafa áhrif á bæjarkassann en hvort við munum sjá á eftir tugum fjölskyldna á eftir að koma þá í ljós menn gætu nú svo sem búið hér áfram þó þeir rói á bátum annarsstaðar frá það er vel þekkt."
Hér er ég þér ósammála. Ég hef ekki áhyggjur af bæjarkassanum í þessu. Áhyggjur mínar eru af íbúunum sem þarna starfa. Þá er í mínum huga langt því frá að menn rói bara á báttum annarstaðar. Það þarf nú ekki mikla innsýn í hvernig mál þróast í sjávarbyggðum til að vita það að við brotthvarf 5200 Þíg aflaheimilda og tveggja báta þar sem starfa tugir manna á tiltölulega háum launum hefur áhrif- og það meira að segja mikil.
EV
Elliði V (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 17:35
Sæll (sælir)
Fyrirtækið Q44. Hvar er lögheimili þess fyrirtækis?
kv
Eysteinn Þór
Eysteinn Þór Kristinsson, 12.2.2013 kl. 18:08
Er ekki .... kvótakerfið ... yndislegt? la..la...laaa.....
Ragnar (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 18:11
Átta mig ekki á hvernig Vestmannaeyjar geta verið aðili að málinu ...
Heimilisfesti frá Reykjavík til Neskaupstaðar
Í fréttatilkynningu Bergs-Hugins er einnig bent á að útgerðarfélagið hafi verið á hendi félaga sem öll eru skráð með heimilisfesti í Reykjavík, eignarhluturinn sé því að færast þaðan til Neskaupstaðar. Að lokum er tekið fram að engin áform séu uppi um að flytja heimilisfesti Bergs-Hugins frá Vestmannaeyjum.
kveðjur bestar
Eysteinn Þór
Eysteinn Þór Kristinsson, 12.2.2013 kl. 18:58
Eysteinn Þór lögheimilið er:
Skútuvogi 1e
104 Reykjavík
þannig að þetta hefur á einhverjum tímapunkti verið fært úr byggðarlaginu og í Skútuvoginn. - Ekki spyrja mig hvernig sú færsla átti sér stað.
Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2013 kl. 19:01
sé að við höfum verið nánast samtaka að setja þarna inn Eysteinn Þór og þessi vinkill þin er áhugaverður og hefur svo sem verið viðraður hér í Eyjum, hvert svarið er veit ég ekki en þetta hefur verið fært héðan í skjóli myrkurs - ja eða bara um hábjartan dag og enginn spáð í það.
þetta er einmitt ein ástæðan fyrir því ða ég skil ekki af hverju menn höfða mál á hendur kaupanda.
Er svo ekki alveg að skilja svar Elliða hér að ofan en það er væntanlega minn tregleiki. - sýnist við nefnilega vera sammála.
Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2013 kl. 19:21
... það verður athyglisvert að fylgjast með þessu, í augnablikinu sýnist mér fyrirtækið vera jafn "Vestmannaeyískt" og t.d Bónus...
kv
Eysteinn Þór Kristinsson, 12.2.2013 kl. 19:32
einmitt - en kannski frekar Krónan, hún er með verslun hér en lögheimili annarsstaðar - bátarnir voru gerðir út héðan en lögheimilið annarsstaðar samkvæmt þessu.
við sjáum hvað setur
Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2013 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.