Lægra grænmetisverð framundan

Þetta hlýtur að vera hið besta mál. Leiðir væntanlega til þess að grænmetisverð mun lækka þegar bændurinir komast á flug. Það hljóta allir að fagna því, ekki satt. Ódýrari  hollusta er það sem alls staðar er kallað eftir.
mbl.is Garðyrkjubændur stofna rafveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Nú er ég sammála þér, eins og svo oft áður.

Það er óskiljanlegt að garðyrkjubændur á Íslandi hafi ekki efni á rafmagni til að framleiða vörur, hvorki fyrir innanlandsmarkað né til útflutnings. Hvað réttlætir svona raforku-okur-kúganir á Íslandi?

Er helsjúk, spillt og ræningjastýrð stjórnsýslan stærsta vandamálið á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 20:15

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta eru góðar fréttir. Nógu lengi hafa íslensk stjórnvöld þurft að skammast sín fyrir að gleyma þessari stóriðju sem væri búin að efla íslenskt atvinnulíf og byggja upp öflugar stjórnsýslueiningar ef pólitíkusar hefðu skilið þessa auðlind.

Auðvitað eigum við að selja ylræktarbændum hita og rafmagn á hrakvirði í stað þess að liggja hundflatir fyrir erlendum stóriðjufyrirtækjum.

Vanmetakennd. 

Árni Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 20:20

3 identicon

Já, Hrunamannahreppur er ekki kallaður "Gullhreppurinn" fyrir ekki neitt!

Hitt er annað mál, að rafmagn er ódýrt á Íslandi miðað við nágrannalöndin.

Það er stjórnleysi ríkisstjórna sem skapa öll vandamál á Íslandi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.