Þetta líkar mér

Það er aldrei of varlega farið þegar kemur að friðun húsa. Það er nú oft þannig að í núinu finnst manni þetta oft ekki merkilegar byggingar, oft hálfgerðir hjallar og eitthvað sem ætti að ryðja úr vegi sem fyrst. Svo er þó oft alls ekki. Því er oft betur að fara varlega þegar menn koma að svona hlutum og oft er til fólk sem hefur áhuga á að eiga þessi hús hlúa að þeim og sýna þeim þá virðingu sem að þau eiga yfirleitt skilið.  Maður hefur séð svona hús hverfa hér í Eyjum, fleiri en eitt og fleiri tvö. Hús sem að manni finnst að hefði alveg mátt leggja vinnu í ða varðveita og kannski hefði verið hægt að finna fólk sem hefði áhuga á því að eiga húsin og varðveita ef af þeim hefði verið leitað. Mér finnst þetta þó aðeins vera að breytast - sem betur fer og ég vona að framhald verði á.

Auðvitað koma inn á milli hús sem ekki er hægt að bjarga eða viðhalda svo sómi sé af og þá er nú oft réttast að fjarlægja bara viðkomandi byggingu.   ...en það er allt í lagi að fara varlega þegar að því kemur að taka ákvörðun um að rífa hús. 


mbl.is Metfjöldi húsa friðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband