Ömurleg staða vægast sagt

Hvað er bara ekkert að frétta? Skil ekki af hverju allt er ekki orðið brjálað hér í Eyjum útaf þessu og bæjarstjórinn búinn að rífa af sér allt hár, rétt eins og þeir sem þurfa að stóla á þetta skip vegna fyrirtækja sinna. Það er ég hræddur um að þetta sé nú mikilvægara mál til að ræða um en einhver ESB tillaga vonlausa utanríkisráðherrans. Hér á fólk að vera orðið alveg brjálað, hér og nú, ekki seinna en áðan. Flott að vera búsettur í bæjarfélagi þar sem menn segjast stöðugt vera á uppleið en samgöngurnar nánast eins og þær voru í kringum 1970 - snilldin ein - alveg hreint hamingjan í öðru veldi svei mér þá.

Þetta er náttúruelga ekki hægt það gengur heldur ekki að hækka laun þessara áhfanarmeðlima um nokkra þúsundkalla á mánuði á meðan forstjóri batterísins er með tugi milljóna í árslaun og gerir sennilega færri hugsana- og handtök á ári en latasti hásetinn um borð - það er nú alveg í lagi að kippa þessu í liðinn, ekki seinna en í gær takk fyrir.

Leysa þetta mál takk, núna væri t.d. fínt


mbl.is Vond staða fyrir Eyjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo eru menn að kvarta ef þeir komast ekki í bíó og sitja upp með kostnað vegna bíómiða

Lára (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 14:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hahaha - já það var nokkuð gott Lára - en það sér þetta hver sínum augum

Gísli Foster Hjartarson, 11.3.2014 kl. 14:43

3 identicon

Hvaða læti eru þetta. Það ætti að banna þennan eilífa flæking á liðinu. Bara ein ferð ; Ríkisferðin. Ein ferð á mann á ári og ætti að gilda um all íslendinga, líka þessa bölvuðu flækinga í Reykjavík. Og opna aftur þegar skuldirnar eru uppgreiddar ! Geri ráð fyrir að flestir séu mér sammála nema þetta ferðapakk.

Flækingurinn (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 14:44

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hahaha - bölvaður flækingur á þér í þessu orðagljáfri :)

Gísli Foster Hjartarson, 11.3.2014 kl. 16:37

5 Smámynd: Grétar Ómarsson

Hverjum er ekki sama nema Eyjamönnum. Eimskip þarf ekki að halda áætlun og eru þar af leiðandi með bestu afsökun í heimi. Ríkinu gæti ekki verið meira sama og borgarbörnin hlægja að okkur. Ég er ekki viss um að kennarar færu í verkfall yfir sumartímann eða fiskvinnslufólk strax eftir vertíð. Ég er ekki viss um að Eimskip væru eins rólegir yfir þessu ef pollamót,pæjumót eða þjóðhátíð væri á næstunni. En svona getur lífið verið skemmtilegt Gilli minn. með öðrum orðum, Ríkið setur part af þjóðvegi landsins í einkarekstur og þar með höfum við ekkert með þetta að gera né segja lengur. Okkar skoðun skiptir ekki máli, heilt bæjarfélag má fara fjandans til vegna þess að einkareksturinn hjá skipafélagi gæti sýnt nokkra þúsund króna meiri halla en reiknað var með á exelskjalinu. 

Grétar Ómarsson, 12.3.2014 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.