4.5.2007 | 08:12
Vasaklúta vantar í Mosó!!!
Mikið táraflóð er nú í Skeljatanga í Mosfellsbæ. Þorsteinn Hallgríms hefur lítið sem ekkert sofið í nótt eftir að stríðsmenn Golden State tóku Dallas Mavericks í nefið og nutu þess svona eins og margir njóta íslenska neftóbaksins. Hreint með ólíkindum. Hvernig máþað vera að þriðji leikhluti skuli hafa getað farið 36-15 fyrir Golden State. Byrjunarlið Golden State gerði 96 stig af 111, þannig að ekki keyrðu þeir á breddinni í nótt og bekkurinn átti 3 stoðsendingar af 24 - en það er kannski ekki lykilatriðið því Dallas er úr leik og sgur Golden State er örugglega einn af óvæntustu úrslitum NBA úrslitakeppninnar
Þetta er mesta niðurlæging sem Dallas nafnið efur hlotið síðan JR var skotinn í þáttunum á sínum tíma. Þorsteinn þú hefur samúð mína alla.
NBA: Golden State Warriors slógu Dallas út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skelfileg útreið hjá mínum mönnum í nótt, Gylltu stuðararnir hafa haft tak á okkur í vetur. En til þess að styðja eitthvað lið í úrslitakeppninni þá varpa ég stuðningi mínum yfir til Phoenix.
kveðja úr mosó,
Þorsteinn
Þorsteinn Hallgrimsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.