10.5.2007 | 23:21
Ekki kýs maður Famsókn
Það er greinilega mokað í sitt fólk það vantar ekki - alltaf sér maður betur og betur hvað pólitík er ómerkileg, hvað ætli séu margir hreinir og beinir gaurar þarna? Afhverju gat þetta verkefni til dæmis ekki beðið undirsriftar þar til eftir helgi t.d.? Ég bara spyr. Guðni var hérna í Eyjum að fjalla um eitthvert hugsanlegt trjáræktardæmi en alveg gleymdi hann að taka með sér plöntur eða tékkhefti og láta Eyjamönnum í té eitthvað til a byrja á - bara hugmyndin ein enda Framsókn ekki stór í Eyjum.
Verst er að við Eyjamenn eignumst aldrei ráðherra, þá gætu menn vælt svona í þeim að dæla peningum til okkar. Við erum núna með aðeins einn sem gæti hugsanlega starfað sem ráðherra og það er Lúðvík Bergvinsson, en það er afar afar afar ofboðslega veik von og Geir H. Haarde búin að gefa það út að ekki fær Árn Johnsen raðherrastól, ekki eins og það komi manni á óvart. Verður fróðlegt að sjá hvaða tölur maður sér á skjánum á sunnudagsmorgun þegar maður vaknar þegar talið hefur verið upp úr kössum á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags.
Vont er nú líka að Eyjar eru eitt mesta Sjálfstæðisbæli landsins, ef svo má segja, og íhaldið hefur lítið sem ekkert gert hér í fjöldamörg ár en samt alltaf haldið í stjórnartaumana bæði í ríkis og bæjarstjórn - gaman væri að fara að sjá breytingu á því og sjá eitthvað gerast
Samið um reiðhöll í Hrunamannahreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður, það er eins og ég hafi skrifað þennan pistil.
Þorkell Sigurjónsson, 10.5.2007 kl. 23:46
Af hverju dettur þá sjöllum ekki í hug að henda upp fótboltahúsi til að næla sér í nokkur X ? Ég kýs þá sem lofa ÍBV fótboltahúsi.........EINHVER ????
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:50
Væri bara ekki spurning um að strjúka Guðna Ágústssyni í að styrkja okkur um eitt stykki reiðhöll.Þar myndum við leggja áherslu á að fá flottustu fola landsins til að gagnast merunum. Þarf ekki nema 15 fermetra fyrir þær athafnir,restin yrði notaður til knattspyrnuiðkunar.Reiðhallir spretta eins og gorkúlur í stjórnartíð Guðna á meðan að það þarf að loka sjúkrahúsum og fólk deyr drottni sínum að því að það hefur verið svo lengi á biðlistum eftir læknisaðgerðum. Þetta er ná´ttúrulega sport ríka mannsins og þarf að sinna því.Við gætum svo notað Dalabúið sem hvíldarhótel fyrir folanna á milli ánægjustunda þeirra og dekrað við þá.Íslensk hross í dag eru hætt að fara í vetrarbúning vegna þess að þau eru alltaf inni í reiðhöllunum. Í það minnsta myndi reiðhöllin sem kæmi hér standa undir nafni miðað við þær athafnir sem færu þar fram innandyra.Kannski kæmi þar afkvæmi Brasa frá Brúnastöðum og Þulu frá Þingholti.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.