Tipplað á tánum

Gaman þegar fólk sem er meira en landsþekkt, kemur til Eyja og segist vera að skoða Dalir-vest_litæskustöðvarnar. Þó svo að gríðarlegar breytingar hafi átt sér stað síðan Helgi ólst hér upp. Að frægasti Íslendingurinn á sínu sviði skuli tengjast Eyjum er náttúrulega bara gaman, fyrir okkur sem alltaf viljum reyna að eigna okkur svona fólk. Þó svo að þetta fólk með forseta vorn í broddi fylkingar hafi farið víða, þá hafa þessar elsku nú ekki kíkt við hérna í prentsmiðjunni hjá mér þó svo að þær hefðu svo sannarlga verið velkomnar hér, getað þegið eins og einn tebolla og átt gott spjall við okkur þremenningana.

Tyrkjaránssýningin á að opna á eftir skilst mér og verður svo opin eitthvað fram eftir sumri  út þennan mánuð um helgar aðeins en svo daglega í júní  og eitthvað fram í júlí. Alltaf eitthvað að sjá í Eyjum. Pomepi norðursins er verkefni sem vert er að gefa gaum, þó svo að mér finnist að það megi ganga hraðar að grafa upp þarna. Svo eru hér stórhuga menn, já þeir finnast en í Eyjum, sem vilja leggja í vinnu með það sem við köllum Dalabúið og gera þar svona Tyrkjasetur held ég að við getum kallað það, svona safn til minningar um Tyrkjaránið með sýningum, veitingaaðstöðu og jafnvel óvissuferðum.  Skemmtilegar hugmyndir sem vonandi verða að veruleika.


mbl.is Helgi skoðar Heimaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður verður nú að kíkja á þessa Tyrkjaránssýningu.  Á að bjóða mér Gilli ?

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ávallt velkominn - taktu með þér Foster's kassa hérna yfir þegar þú kemur næst

Gísli Foster Hjartarson, 15.5.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.