Hvar endar þetta?

3Þetta eru slæmar fréttir, skelfilegar í raun. Hvað er eiginlega í gangi á að þurrka út heilu byggðarlögin með þessu eilífa kvótabraski?  Og það setur að mér hroll að sjá að talið er að Brim sé þarna að baki. Það eru sömu gaurar og voru samkvæmt heimildum að reyna að yfirtaka Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum um daginn. Stefnir allt í þetta verði allt á höndum örfárra fyrirtækja sem haga sér svo eins og þeim sýnist og geta þurrkað út heilu byggðarlögin, er það það sem menn vilja?

Ég þakka guði fyrir að enn eru kvótaeigendur í Eyjum heimamenn og með hugann við sitt byggðarlag og sín fyrirtæki, og virðast ekki á förum héðan eða að selja kvótann okkar, sem þeir hafa afnot af, úr byggðarlaginu, svo undarlegt sem það kann að hljóma. Þegar það gerist geta menn pakkað niður.  En við skulum ekki gleyma að þeir hafa valið og það gæti gerst.

Nú þarf einhver að fara að stíga á bremsuna, einhversstaðar


mbl.is Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Trúðu mér þessir kvótagreifar hugsa bara um eigin auð og er andskotans sama
hvað um aðra verður.Og þú trúir því í alvöru að eyjapeyjarnir séu eitthvað
öðruvísi.Þetta er bara rétt að byrja og á eftir að bitna á fleyrum en þig
gæti nokkurn tíman grunað.

Hallgrímur Guðmundsson, 17.5.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég þakkað fyrir að þeir eru ENN ekki farnir að selja.  Annars deili ég áhyggjum þínum að þetta á eftir að bitna á mörgum

Gísli Foster Hjartarson, 17.5.2007 kl. 09:37

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er alvarlegur dómgreindarbrestur og útbreiddur að einhver útgerð haldi kvótanum innan byggðarlagsins vegna einhverrar elsku til heimabyggðar. Vonir um ábata ráða för í viðskiptaheiminum enda væri annað tæpast eðlilegt.

Svo einfalt er nú allt það mál og þetta er ekki sneið til þín Gísli því ég skildi þig alveg.

Árni Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband