Hvað gerir allt liðið núna

þá á ég við íhaldsliðið sem er búið að eyða frítíma sínum í að styggja ímynd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta vors með alls kyns dylgjum og að hann myndi veita vinstri vængnum hið snarasta umboð til stjórnarmyndunnar - hlægilegt í mínum huga hann er nú forseti allrar þjóðarinnar. Sé ekki betur en að hann hugsi eins flestir aðrir í þessum efnum. Svo er það bara Geirs og Ingibjargar að reyna að landa þessu samkomulagi sem þarf til að mynda ríkisstjórn, og vonandi einbeita þau sér að því en eru ekki að "sleikja" einhverja aðra upp á bak við tjöldin á meðan viðræður eiga sér stað.

Spennandi tímar! já kannski fyrir þá örfáu sem hafa pólitík að sýnu aðal áhugamáli !


mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Waage

Góður punktur. 

Athyglisvert hvað þessir Davíðs saknandi, Björn Bjarna elskandi, Baugs og ÓRG-hatandi pleppar þora ekki að gangrýna Geir og Þorgerði sem dansa ekki þennan úrelta gremju-tangó og eru loksins að gera þennan flokk manneskjulegan aftur.

Ég vona að þessi forneskjukommahatursfáfræði sé á undanhaldi..

Sveinn Waage, 18.5.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.