19.5.2007 | 09:07
Þetta verður spennandi deild
Þetta verður aldeilis líflegt sumar í 1 deildinni hef trú á að þetta komist ekki á hreint fyrr en í síðustu umferðinni, þ.e.a.s. hverjir falla og hverjir komast upp. Þetta verður reytingur þar sem allir klóra í alla, eina liðið sem ég hef trú á að haldi haus allt mótið er Grindavík. ÍBV og Þróttur t.s. ekki búin að vinna leik og þurfa bæði að taka sig á ef þau ætla að tryggja sér úrvalsdeildarsæti í tíma. Stjörnumenn verða líka að vakna til lífsins ætli þeir sér að standast þær kröfur sem á liðið eru settar. Sá Reynismenn spila við ÍBV í gær og verð að segja að þeir voru mun betri en Þór Akureyri sem var hérna í Eyjum í síðsutu viku brá oft á tíðum fyrir skemmtilegum fótbolta og þeir börðust sem ein heild, það veit oft á gott, fótbolti er jú hópíþrótt. Mínir menn þurfa að girða sig í brók áður en þeir fljúga austur í leikinn við Fjarðarbyggð um næstu helgi, peyjarnir eru engan vegin að sýna það sem þeir geta en þó í gær áttu menn 3 dauðafæri, sem ekki nýttust, ef menn hefðu aðeins nýtt eitt í hvorum leik sem liðinn er, komin einhver 8 dauðafæri, þáværu menn með 6 stig en færin hafa ekki nýst og því eru stigin bara tvö.
Áfram ÍBV alltaf alls staðar og um alla eilífð
Grindavík og Fjarðabyggð efst í 1. deild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.