21.5.2007 | 16:00
Watson missir af kaffibolla
Ég sem lagði til um daginn að menn kæmi með Paul Watson í kaffi til mín þegar hann kæmi til landsins og við værum þá þegar búin að veiða kvótann. Nú hefur mér snúist hugur - ég geri mér nú grein fyrir því að Paul Watson er þrjóskuhundur sem hugsar aðeins um eigin hagsmuni, í nafni hvala, þetta er athyglissjúkur öfgamaður að því er virðist og ég kæri mig ekkert um að hann heimsæki mig. Bið ég hann því að halda sig ekki bara utan dyra heldur líka utan landhelgi Íslands. Taka því þar rólega og bora bara í nefið - hann getur svo sem líka skorað á áhöfnina í Ólsen-ólsen eða Uno.
En ég tek ofan fyrir Náttúruverndarsamtökunum og Hvalaskoðunarfólki að biðja þetta Sea Shepherd lið að halda sig bara fjarri Íslandsströndum
Hvalaskoðunarsamtökin vilja að Watson hætti við aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.