22.5.2007 | 22:14
Velkomin í .....
Vil bjóða Kristján L. Möller velkominn í baráttuna um bættar samgöngur til Eyja, það skyldi þó aldrei vera að þegar við losnum við Sturlu Böðvars að Kristján L., eigandi KLM verðalunagripa, verði verðlaunaður með gripum versluðum hjá honum fyrir að bæta samgöngur til Eyja og kæta þar með Eyjaskeggja. Hlakka til að heyra hvað hann mun hafa fram að færa heyrði hann fara mikinn á stundum í aðdraganda kosninga - jæja karlinn nú þarf að láta verkin tala.
Líst annars ágætlega á fylkingar beggja flokka, hefði reyndar viljað sjá Bjarna Ben taka við af Birni Bjarna, finnst ótrúlegt að jafn öflugur Stjörnumaður og Bjarni er skuli ekki nýttur á ráðaherrastóli. Hervæðing Björn mun því halda áfram, það leiðist mér.
Sýnist annars á þessu að ef við Eyjamenn hefðum átt efsta mann hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi þá hefðu menn fengið ráðherrastól - það hefði verið gott. En maður skyldi ætla að eitthað muni vera hægt að gera fyrir Eyjar.Með tvo ráðherra í ríkisstjórn úr kjördæminu og hef svo samgönguráðherra grunaðan um að hafa taugar til Eyja enda lék peyjinn hans með ÍBV á sínum tíma.
Vil annars bjóða þeta fólk velkomið fram á vígvöllinn og vonast til þess að það beri gæfu til að þjóna landi og þjóð af sóma.
fékk þessa mynd lánaða hjá Jóa listó - ein af mörgum góðum á síðunni hans www.123.is/listo
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
heyrðu, hver er sonur hans klm?
Ólafur Jóhann Borgþórsson, 23.5.2007 kl. 09:57
Jóhann Möller
Gísli Foster Hjartarson, 23.5.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.