Er dómur kaupenda kominn?

Hvað skyldi vera að gerast, hef bara séð ágætis dóma um plötuna og einhver gagnrýnandi sagði hana bestu plötu Bjarkar í mörg mörg ár. Er dómur kaupenda fallinn? Hefur aðdáendahópurinn minnkað? ...eða á hún eftir að rjúka af stað aftur. Sjálfur hef ég ekki heyrt nema 2 lög af plötunni og þau eru allt í lagi.....samt ekki þannig að ég hafi hoppað upp og sagt þessi plötu verð ég að komast yfir þó svo að ég hafi alltaf haft tíma fyrir Björk í mínu spileríi


mbl.is Volta hrapar niður sölulista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ágætis dóma?

Já , íslenskir fjölmiðlar eru frábærir í að peppa upp sitt fólk með ýktum fréttum af góðu gengi. Við erum alltaf vinsælust og best og að fá bestu dómana og bestu móttökurnar í Eurovisionlandi , .. samt komumst við aldrei upp úr undankeppni ... Nylon er svoleiðis að slá í gegn á heimsmælikvarða og aldeilis að gera frábæra hluti í Bretlandi , . ..meðan Bretinn ranghvolfir augunum og í kjölfarið fylgir orðið "who??" þegar hann er spurður álits þessarrar nýjustu útrásar íslendinga.... fáránlegt hvað fjölmiðlar reyna oft að byggja þjóðarstolt á engum grunni.... 

Vala (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég skal ekki segja ég las um hana dóma þar sem hún fékk 4 stjörnur af 5 það verðu nú að teljast ágætt ekki satt - en mikið hjartanelga er ég sammála þér á ofmati íslendinga á eigið ágæti og ágæti okkar þjóðar þegar komið er út fyrir landsteinana - við erum og verðum smáþjóð

Gísli Foster Hjartarson, 25.5.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef séð ágætisdóma um plötuna í Kanada þannig að ég held að það séu ekki bara Íslendingar sem eru ánægðir. Ég held hins vegar að kannski hrapi platan á listunum vegna þess að Björk er ein þessa sem á sinn áhangendahóp og sá hópur kaupir plötuna um leið og hún kemur út. Það lið kom henni á topp 10 listann en það kaupir ekki plötuna aftur, og nýir áhangendir verða ekki svo auðveldlega til. Þannig að ég held þetta komi ekkert á óvart.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.5.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.