Fylgjast með!

Flott eru menn að byrja að slá um sig eða hvað! Falið að fylgjast með þróun mála. Ætli það sé ekki meiri hluti landsbyggðarinnar með öndina í hálsinum útaf þessu máli á Flateyri. Ótrúlegt að ríkisstjórn þurfi að fela einhverjum að fylgjast með þessu. Mönnum ber skylda til þess að fylgjast með þessu sitji þeir á annað borð á Alþingi Íslendinga, þetta gæti verið fyrsta málið af mörgum til að ógna landsbyggðinni á næstu misserum - þannig að það er eins gott að menn séu á tánum. Svo segir Einar um málefni samsveitunga sinna: staðan á eftir að skýrast og í ljós mun koma hvað verður um aflaheimildir Kambs.  Ég hélt að staðan væri ljós það er verið að loka fyrirtækinu, eigandinn segir að sinn tími sé liðinn, þannig er staðan Einar. Hvað verður um kvótann? Í  þessu hálef einka og bankavædda kerfi sem kvótakerfið er þá mun kvótinn fara til þeirra sem fá fyrirgreiðslu í bankanum og það verður ekki einhver sem er að byrja í útgerð á Flateyri geri ég ráð fyrir það verður einhver sem eþgar er búin að vera að moka undir sig kvóta. 

Menn þurfa náttúrulega að fara að koma sér úr strútsbúningnum og skoða kerfið og gera það þannig að það sé möguleiki á nýjum einstaklingum inn í kerfið svo einhver endurnýjun verði í þessari atvinnugrein. Engin endurnýjun er sama og dauði. Ef ekki kviknar þessi möguleiki á að geta "unnið sér inn veiðiheimilidir" þá er ekki langt í það að þeir sporðar sem upp úr sjónum koma við Ísland verða veittir af erlendum skipum fyrir íslendinga sem riðið hafa feitum hesti frá kvótakerfinu.  Það þarf að vera möguleiki á að vinna sig þarna inn og kvótinn er heimild til að veiða fisk en ekki eign einhverra einstaklinga, þar sem eigendahópurinn verður sífellt minni.


mbl.is Ráðherrum falið að fylgjast með þróun mála á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var góð grein hjá þér,sammála öllu, sem þú bloggaðir.Aumingja karlinn hann Einar hann þarf að vita hvar kvótinn er, ætli hann lesi ekki blöðin.

bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband