28.5.2007 | 18:05
Liverpool fetar í fótspor Arsene Wenger
Já nú skal bggt tilframtíðar og næla í ungu leikmennina alls staðar í Evrópu. Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast í Liverpool akademíunni sem rómuð var svo innilega fyrir nokkrum árum. Nú ætla menn að fara ða kaupa á fullu inn í akademíuna, en lítið virðist um að enskir strákar komi þar ígegn núorðið - synd.
Þetta á nú reyndar ekki bara viðLiverpool því Arsenal, Tottenham og fleiri eru á kafi í þessu, flytja inn, flytja inn en minna fer fyrir því að þeir hafi allið upp stráka sem komast á fremsta pall hjá þeim. Þar er komin hnignun enska landsliðsins það gengur illa að ala upp enska stráka því sífellt er verið að leita að leikmönnum út um allan heim og sífellt minna fer fyrir heimavinnunni.
![]() |
Tveir Ungverjar til Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara nákvæmlega það sem er að gerast hér hjá okkur Gísli minn.Lítum okkur nær.
RB (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 20:19
Já má vel vera - við höfum ekki lagt næga rækt við yngri flokkana í síðustu ár og uppskerum því eftir því, en ég hélt að lið eins og liverpool væru að því, með þvílíkan rekstur. Við búum vekki við sömu aðstæður og liverpool en kröfurnar búum við við engu að síður. Ég sá ekki betur í dag en að það væri verið að gefa þessum strákum hjá okkur t.d.möguleika á að spila og standa sig en þeir voru bara ekki að standa sig en það gerist kannski með nokkrum leikjum í viðbót. Við eigum efnilega stráka en þeir eru engan vegin tilbúnir eins og er og það verðum við bara að viðurkenna, margir þeirra samt búnir að spila 2, jafnvel 3 undirbúningstímabil á fullu. Það vantar neista í þetta hjá okkur en þeir sem verða við stjörnvölin hjá félaginu í framtíðinni leysa væntanlega úr því.
Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2007 kl. 22:05
Hverjir eru ekki tilbúnir Gísli?Hvað eiga leikmenn að sýna sem spila kannski í 10-20 mínútur í hverjum leik.Treysti Heimir ekki tveimur leikmönnum úr 2 flokki til að spila meira?Og hafa þeir ekki verið að spila ágætlegaMEÐ MEISTARAFLOKKI.Var ekki talað um það í fyrra að það væri ótækt að vera að spila í C riðli.Það væri óásættanlegt.Hvers konar stefna er það þá að láta þessa tvo leikmenn ekki spila í dag með 2 flokki?Þurfum við ekki á öllu okkar að halda í þessari baráttu?Þetta er bara fáránlegt og ófyrirgefanlegt af þjálfarateymi ÍBV að láta 2 flokk blæða fyrir meistaraflokk.Ég veit ekki betur en að fullt af meistaraflokksleikmönnum okkar hafi á sínum tíma spilað með bæði 2 og meistaraflokki og skiluðu því með sóma.Og gerum okkur grein fyrir því að þá vorum við í úrvalsdeild og 2 flokkur í A riðli.Ég ætla ekki að þegja lengur yfir þesssu sem ég tel bull og vitleysu,því það hefði alveg verið hægt að láta þessa tvo byrja á bekknum og sjá hvernig leikurinn þróaðist.Þá hefði verið hægt að setja þá inná og styrkja liðið.
RB (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:28
Já eflaust hefði það verið hægt, alveg rétt. Mér sýnist nú samt á þessu að menn þurfa að skoða sjálfa sig og koma bara af meiri krafti og eineitningu í næsta leik, þá sjáum við ekki þessi úrslit aftur, er ég viss um.
Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.