Hvaða öfgamenn ætli það séu?

Ég held að það sé að mörgu leyti rétt hjá Olmert að vandi Palestínumanna sé að mörgu leyti hægt að rekja til öfgamanna og leiðtoga þjóða. Hef grun um að þetta megi rekja alla leið til Adólfs Hitlers og félaga þegar þeir fóru af stað með útrýmingarbúðirnar og gengu hart fram en urðu svo að lúta í gras fyrir öðrum þjóðum heims og búið var til Ísraelsríki og byrjað að róta til þarna til að koma Ísraelsríki fyrir. Segir þetta ekki ýmislegt:

 Ófriður hefur verið viðloðandi ríkið allt frá stofnun þess árið 1948 og mikið er deilt um stöðu hernumdu svæðanna sem eru Gólanhæðir, Vesturbakkinn og Gazaströndin. Á þeim tveimur síðastnefndu hefur Heimastjórn Palestínumanna nokkur völd formlega séð þó að ísraelsk stjórnvöld ráði þar mestu í rauninni.

Það er erfitt þegar allt í einu er bara flutt inn fullt af liði því plantað niður og sagt hér er nýja landið ykkur, þar sem óvart bjuggu einhverjir fyrir. 

Er vandinn eindregið Palestínumeginn? Ég held ekki, ég held að rugludallarnir séu síst færri hinu megin en þeir hafa hingað til bara haft mörg risaveldin í sínu liði.

 


mbl.is Olmert segir öfgamenn og leiðtoga bera ábyrgð á þjáningum Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki betur en stærsta gyðingabyggð heimsins hafi verið innan Ottóman-veldisins í Jerúsalem og nágreni, þar sem gyðingaættir höfðu verið með 3000 ára sögu. Svo hófst innflutningur gyðinga í miklu mæli í kringum þarseinustu aldarmót í samræmi við arabaleiðtogana sem viðurkenndu Palestínu-svæðið sem heimaland gyðinga. Því miður fór svo þannig að það þurfti að skipta svæðinu vegna ofbeldis úr báðum áttum.

Svo eru herteknu svæðin greinilega hernaðarlega mikilvæg fyrir öryggi Ísraels. Það sést augljóslega nú þegar flugskeytum er skotið lengra inn í landið eftir að þeir skiluðu Gaza. Palestínumenn fengu gullið tækifæri til þess að koma til móts við Ísraelsmenn en því miður ákváðu þeir að fara í hina áttina og gera landið að hryðjuverkanýlendu. Ísraelsmenn höfðu plön á að skila meirihluta vesturbakkans eftir Gaza en skiljanlega eru þeir áætlanir ekki á borðinu lengur.

Þessi einfaldi hugsunarháttur hjá þér þegar kemur að Ísrael er því miður ríkjandi í Evrópu, við virðumst automatískt halda með Palestínumönnum þar sem þeir eru veikari aðilinn og ekki kanaasleikjur. Finnst eins og við mættum vera duglegari í að að skoða hlið Ísraelsmanna. Þetta er smáríki og umkringt óvinum sem hafa nokkrum sinnum reynt að útrýma þeim, skiljanlegt að þeir séu hikandi í að skila landssvæðum og að þeir verji sig harkalega.

Geiri (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 19:20

2 identicon

Þetta er einfaldlega röng söguskýring hjá þér Geir. Gyðingar alls staðar úr heiminum hófu að flytjast til landsins í lok nítjándu aldar. Það er talið að um 2% íbúa á því svæði, sem nú nær yfir Ísrael og Palestínu hafi verið gyðingar árið 1890. Sá innflutningur gyðinga, sem þá hófst var í andstöðu við vilja þeirra, sem þarna bjuggu fyrir. Þessi innflutningur gyðinga jókst mikið eftir að landið fór undir stjórn Breta árið 1917. Heimamenn reyndur að sporna við þessum aðflutningi gyðinga en þeir svöruðu fyrir sig með morðum og hryðjuverkum, bæði gegn öðrum íbúum svæðisins en einnig gegn breska hernámsliðinu. Árið 1947 voru gyðingar orðnir þriðjungur íbúa og þá gáfust Bretar upp og létu málið í hendur Sameinuðu þjóðanna.

Með samþykkt sinni frá 1947 létu Sameinuðu þjóðirnar gyðinga fá 55% landsins. Þeir létu sem sagt réttmæta eigendur landsins fá innan við helming þess. Að sjálfsögðu sættu þeir sig ekki við þetta landrán Sameinuðu þjóðanna á landi sínu. Þrátt fyrir þetta létu Zíonistar sér þetta ekki nægja og hernámu helming þess lands, sem Palestínumönnum var ætlað ásamt því að hrekja hátt í milljón þeirra á flótta með morðum og hryðjuverkum til að geta stolið landi þeirra.

Að sjálfsöðgu sættu önnur arabaríki sig ekki við þetta og gerðu tilraun til að hrekja Ísraela á brott frá ólöglega hernumdum svæðum árið 1948 en tókst það því miður ekki. Þetta var ekki árásarstríð að hálfu Arabaríkja eins og stuðningsmenn Ísraela halda oft fram heldur var þetta framhald af árásum og ólöglegu hernámi Ísraela og því í raun tilraun til sams konar aðgerðar og þegar Írakar voru hraktir frá ólöglga hernumdu Kuweit.

Síðan þá hafa Ísraelar hafið flest stríð sín við Araba og hafa verið helstu gerendur í ofbeldisverkum á þessu svæði. Þeir hafa haldið Palestínumönnum hernumdum í marga áratugi og komið fram við þá af villimannslegri grimmd allan tímann. Ástæða þess að samúð flestra Evrópubúa er við Palestínumenn er ekki sú að þeir séu veikari aðilin heldur vegna þess þeir eru hin hernumda þjóð og að það eru fyrst og fremst þeir, sem eru fórnarlömb ofbeldis af hálfu Ísraela en ekki öfugt.

Þú talar um hryðjuverkamenn. Þeir, sem fylgjast eitthvað með ásandinu þarna gera sér grein fyrir því að verstu og hrottafengnustu hyrðjuverkasamtök miðausturlanda eru ísraelski herinn. Þar fara ríkisrekin hruðjuverksamtök Ísraela.

Ísraelar hafa vissulega haft uppi plön um að skila einhverju hefnumdu landi en þeir hafa gefið það skýrt í ljós að þeir ætla sér aldrei að skila öllu því landi, sem þeir hafa ólöglega hernumið og meðan svo er er eðlilegt að Palestínumenn beiti enn andspyrnu. Þeir eru að berjast fyrir frelsi sínu og tilveru. Þeir eru að berjast fyrir landi sínu. Þeir hafa engan annan valkost en að berjast við óvin sinn ef þeir ætla að geta fengið allt land sitt til baka og tryggt rétt palestínskra flóttamanna til að snú aftur heim. Ísraelar munu aldrei gefa þeim þennan sjálfsagða rétt sinn í samningaviðræðum.

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband