31.5.2007 | 12:26
EInhverju sinni voru Eyjamenn þekktir fyrir samstöðu
Hvað gerist nú? Trúi nú ekki að fólk hlaupi upp til handa og fóta og gangist við tilboði Stillu bræðra og sjá í svo jafnvel á eftir einhverju af vinnunni sinni úr bænum? Hvernig hafa þeir hagað sér fyrir norðan? Er ekki eilífur kurr þarna.
Er að hlusta á Hróbjart, eða eitthvað svoleiðis, á RÚV núna ekki mikil sannfæring þarna - fannst hann ekki sannfærandi - finnst þetta tilboð sýna að vissu leyti hroka og yfirgang.
Ég á bréf í Vinnsló, sem og mitt fólk, þó ekki sé það há upphæð þá eru þau bréf ekki föl fyrir þá bræður svo mikið er víst. Veit ekki hvað aðrir gera en hef það á tilfinningunni að fólk vilji vera með mér í liði, enda ég skemmtilegur, og vernda mitt byggðarlag - segjum NEI TAKK við tilboði Stillu
Lifi Eyjar - helst af öllu frjálsar Eyjar
Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru ekki undirboð undir raunverulegu markaðsvirði dæmi um hroka og yfirgang. Ætli það sé ekki áætlun þessara manna að í eyjamönnum hf að verða að smákonungum Vestmanneyja.
Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 13:05
Nei ætli það þetta er nú allt frekar jarðbundið lið sem re þarna að baki fólk sem hefur margt hvert unnið hjá félaginu í fjölda mörg ár og ber hag fyrirtækisins fyrir brjósti, ekki spurning. Er bara alls ekki viss hvernig tækla skal þá bræður, en vil hafa stjórn og taugar fyrirtæksins í heimabyggð.
Gísli Foster Hjartarson, 31.5.2007 kl. 13:15
Ástæða þess að VSV fór á hlutabréfamarkaðinn á sínum tíma var sú að félagið var að gjaldþroti komið. Síðan þá hefur hagur þess vænkast all verulega og virðist sem fjárfestar hafi tröllatrú á því. Allavega miðað við þetta tilboð. Ég spyr mig nú bara og kannski aðra, skyldi það vera ætlunin hjá þeim að hverfa á braut með félagið ? Held ekki sér í lagi þar sem í Eyjum er best að gera út og segir mér svo hugur að Akureyringar megi nú frekar hafa áhyggjur af þessu heldur en Eyjamenn. Því ef þeir Brimurðarbræður næðu yfirhöndinni í VSV þá er ég hræddur um að kvóti Akureyringa yrði fluttur til Eyja. Eða það myndi ég gera. En hvað veit ég svo sem ?
Halldór (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.