Get nú ekki sagt að .....

.... þetta sé spennandi tímar. Vona að fólk sjái að sér og sé ekki að selja þessum jeppum á þessu yfiryfirtökutilboði. Held að fyrirtækinu sé best borgið í höndum heimamanna, rétt eins og það virðist virka best annarsstaðar.

Væri nú líka gaman að sjá viðbögð bæjarstjórans hérna, hann kom fram undir eigin nafni í bæklingi sem gefin var út í nafni Vestmannaeyjabæjar, var reyndar mjög sérstök auglýsing að mínu mati, og sagði: Á þessu byggjum við -aflaheimildir Eyjaskipa þarf að verja  - Nú held ég að það sé komin tími til að stilla upp í vörn og verjast - reikna með að Elliði setji upp fyrirliðabandið fyrir hönd Eyjaskeggja, því þarna gæti verið um stóran kjötbita að ræða.

Upp með sokkana gott fólk - ég hræðist það að yfirtaka þeirra bræðra gæti orðið reiðarslag fyrir fyrirtækið


mbl.is „Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Þegar Bjarni Sighvatsson og fjölskylda seldu sinn hlut árið 1992 til SÍF þá var meirihluti hlutafjár í VSV í eigu SÍF, VÍS og ESSO þannig að eyjamenn hafi ekki ráðið meirihluta í þessu góða fyrirtæki.
En ég verð að segja það að þetta tilboð þeirra sem reiknar þá markaðsvirði VSV upp í 13 milljarða eru bara góðar fyrir eyjarnar. Þarna hafa hlutafé þeirra eyjamanna í VSV hækkað til muna hvort sem þeir selja svo á endanum eða ekki.

Kjartan Vídó, 1.6.2007 kl. 07:59

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér skrifar Kjartan af mikilli yfirvegun. þetta er allt laukrétt og ég átta mig ekki alveg á því hvernig það getur nokkurntíman orðið áfall fyrir hluthafana að fyrirtækið hækkar í verði? Þar fyrir utan er ekkert sem staðfestir það neitt sérstaklega að þessi rekstur sé betur kominn í höndum einhvers sem er fæddur eða búsettur í Vestmannaeyjum...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.6.2007 kl. 10:04

3 Smámynd: Sigursveinn

Ég held ekki að nokkur haldi því fram að þetta sé áfall fyrir hluthafana, þetta yrði áfall fyrir Eyjamenn. Munurinn á því að hafa fyrirtækið í höndunum á innfæddum eða aðkomumönnum liggur fyrst og fremst í samfélagslegri ábyrgð þeirra fyrrnefndu. Hvað heldur þú að Guðmundur á Rifi sé að pæla í bæjarsálinni í Eyjum?

Sigursveinn , 1.6.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Ég er stuðningsmaður núverandi kvótakerfis og partur af því er sala á aflaheimildum á milli útgerða. Við eyjamenn höfum sem betur fer verið heppin með það að þegar útgerðamenn í eyjum hafa hætt útgerð þá hafa aðrir útgerðarmenn í eyjum keypt skip og / eða aflaheimildir. Þannig hefur kvótastaða okkar haldist óbreytt og ef eitthvað er hefur hún aukist síðustu ár.
Fyrir nokkrum árum keypti VSV fyrirtæki í Þorlákshöfn og rak þar fiskvinnslu í nokkurn tíma eða þar til henni var lokað og aflaheimildir fluttar til eyja og tæki og tól seld fyrirtæki í Þorlákshöfn sem að VSV átti svo 40% hlutafé í.
Ísfélagið keypti árið 1995 fiskimjölsverksmiðjuna  Krossanes af Akureyrarbæ og rak Ísfélagið þar vinnslu þar til á þessu ári að Krossanesinu var "lagt" og á þessu ári keypti Ísfélagið Hraðfrististöð Þórshafnar og eitthvað af tækjum í Krossanesi flutt þangað.

Það sem ég er að reyna að segja er að Vestmannaeyjar hafa verið ákaflega heppin með þá hugsun sem útgerðarmenn í eyjum hafa haft. En einhvern tíman kemur að því að högg verður skorið í kvótastöðu okkar eða einverjar af þessum útgerðum verða seld frá eyjum. Það er víst bara partur af núverandi kerfi. 

Kjartan Vídó, 1.6.2007 kl. 12:54

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þarna segir þú satt Kjartan þetta er partur af núverandi kvótakerfi sem er meingallað að mínu mati - Menn eru þarna að leika sér með hluti sem að þjóðin á og menn hafa afnot rétt af og ekkert annað. Bankarnir tak veð í þessu kvóta dóti og ég veit ekki hvað menn selja þetta jafnvel - sem er sérstakt þegar þú ert aðeins með veiðiheimild á fiskinn en ekki eignarrétt - Ég er hræddur um að ég kæmist ekki upp  með að láta taka veð í sláttuvélinni sem að ég er með að láni þó svo að ég sé búin að vera með hana í nokkur ár, hvað þá komast upp með að selja hana.

Gísli Foster Hjartarson, 1.6.2007 kl. 13:48

6 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæri Gilli...
Mín skoðun er sú að myndast hafi eignaréttur á veiðiheildum. Frá því að veiðiheimildum var úthlutað upphaflega hafa milla 80-90% aflaheimilda skipt um hendur.
Frétt skip.is um kaup Bergs Hugins ehf á auknum aflaheimildum. Samkvæmt þessari frétt frá árinu 2002 hefur Bergur Huginn um 1 milljarð frá árinum 1996-2002  eða fyrir um 150 milljónir á ári. 40% af þessum aflaheimildum hafa verið keypt fyrir utan Vestmannaeyjar og fluttar heim til eyja. Þessar aukni aflaheimildir er ekki hægt að líta öðruvísi á en að þær séu eign útgerðarinnar.
Samkvæmt þessum fréttum sem hafa verið um tilboð Rifs manna er verðmæti VSV um er aflaverðmæti VSV metið á 20 milljarða og því má segja að stærstu eignir VSV séu aflaheimildur, fasteignir og skip eru því lítill hluti af þessum pakka.
En ég er samt á því að ekki sé gert ráð fyrir verðmæti Adda í London og Kobba Möllers í þessum tilboði Rifs manna.

Kjartan Vídó, 1.6.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þú ert ekki einn um þessa skoðun vinur, það veit ég - en ég er ekki með þessa skoðun á þessu - enda eigum við í þessu bloggstríði aldrei að vera sammála - þarna er ég einfaldega ekki sammála þér - við getum aftur tekið dæmi um að fá afnot af einhverju en eigna sér það svo

Hins vegar er það staðreynd að Eyjamenn hafa verið mjög öflugir kaupendur af kvóta það er alveg rétt og kunn staðreynd - Eyjamenn hafa líka verið mjög duglegir að leigja kvóta sinn til annarra. svona hringrás er í gangi. En mér hugnast ekki að menn geti átt kvóta en sækja hann jafnvel ekki, það er skrýtinn búskapur og þegar svo er á kvótinn að fyrnast um ákveðin % á hverju ári sem það gerist. - maður hefur verið að heyra dæmi nýlega um ótrúelga hluti í þessu og mér finnst menn farnir að ganga um þetta kerfi eins og þeir eigi það skuldlaust.

en já ég er ekki sammála þér um að eignaréttur hafi myndast á  þetta og þar stendur hnífurinn í kvígunni í Salzburg. Já og að upphafi þessara skrifi mér hugnast ekki að meirihluta eigna Vinnslutöðvarinnar fari aftur úr bænum nóg var nú spennan hérna á þeim tíma er það var - við skulum ekki gleyma því góðverki sem að Halli Gísla og Gulli heitinn á Gandí gerðu byggðarlaginu á sínum tíma með kaupum sínum á fyrirtækinu, er ansi hræddur um að ef að þeir hefðu ekki gripið inn í þá værum við ekki með þessar vangaveltur um fyrirtækið í dag - því að það væri sennilegast ekki þar sem það er í dag, né það sem það er í dag.

Gísli Foster Hjartarson, 1.6.2007 kl. 17:42

8 Smámynd: Kjartan Vídó

Gilli minn hvað er sameign þjóðarinnar? Þetta hugtak sameign þjóðarinnar er að mínu fáranlegt hugtak og ef að við gefum okkur svo að við getum svo gert tilkall til sameigna þjóðarinnar sem eru annsi margar þá erum við í vandræðum. Styttan af Ingólfi Arnarsyni, listaverk sem Listasafn á og Ríkissjónvarpið eru dæmi um sameignir þjóðarinnar. T.d. á Sinfoníuhljómsveit Íslands fiðu sem metin er á 180 milljónir, sinfonían er sameign þjóðarinnar á víðasta skilningi og þá eigum við öll þessa fiðlu, ekki getum við gert tilkall í hana. Þú segir líka réttilega hér fyrir ofan "Hins vegar er það staðreynd að Eyjamenn hafa verið mjög öflugir kaupendur af kvóta það er alveg rétt og kunn staðreynd " Hvað voru þeir að kaupa sem telst þá ekki eign þeirra. T.d. sagði Samfylkingin fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum að þeir vildu innkalla veiðiheimildir og borga útgerðamönnum ákveðnar bætur. Fyrir hvað á þá að borga bætur ef að þetta er eign.
Ég vona svo sannarlega að meirihluti hlutafjár verði í eigu Binna, Halla Gísla og co og það er ekki byggt á því að þeir eru eyjamenn. Þeir hafa sýnt það að þeir hafa rekið þetta fyrir tæki vel og á síðasta ári var met hagnaður.

Grétar ég þakka þér hlý orð í minn garð gott að sjá hvernig þú berð virðingu fyrir skoðunum annara.

Kjartan Vídó, 2.6.2007 kl. 07:23

9 Smámynd: Kjartan Vídó

Verð að bæta við einu það á að standa Þórir hér fyrir ofan ekki Grétar ( skil ekki hvernig Grétar komst þarna inn)
Þórir þú segir að sjálfstæðsmenn hafi ekki hundsvit á útgerð eða sjómennsku af því að þeir hafa farið á sjó, og skil ég þá orð þín þannig að það maður þarf að stunda sjómennsku til hafa vita á kvótakerfinu.
Er þá Árni Johnsen eini maðurinn á Alþingi sem getur fjallað um málefni fanga, er þá engin sem getur fjallað um fíkniefni nema Ingibjörg Sólrún sem viðurkenndi að hafa prufað að reykja hass. Er Sigurður Kár sá eini sem getur fjallað um lög um akstur og áfengi?
Þessi rök að það þurfi að fara út fyrir Breiðholtið til að geta fjallað um landsbyggðina eiga heima í 101.

Kjartan Vídó, 2.6.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband