Ekki svo fjarri lagi.....

.... kannski. En við skulum ekki gleyma að Eyjar eru í vörn varðandi íbúaþróun, mikilli vörn, eiginlega nauðvörn! Og þetta gæti haft en frekari áhrif á þá þróun og svo einfalt er það, og ef svo fer að þá tapa allir og þetta gæti endað sem bær með svona súmarbústaðarfíling, þó svo að en sé langt í það.

Varðandi íbúaþróun þá hefur nú eitthvað fjölgað hérna aftur enda mikið af fólki hérna af erlendu bergi brotið sem hefur verið að koma sér hérna fyrir síðustu misseri. Það er í raun sú fjölgun sem átt hefur sér stað. En ætla ekki að fara að ræða núverandi íbúaþróun hér.

Það er í raun ekkert óeðlilegt að fólk hræðist það sem að það ekki þekkir og orðspor þeirra Rifs-bræðra hefur ekki alltaf verið eins og best er á kosið, það telur ekki með þeim.

En fólk má heldur ekki mikla þetta fyrir sér staðan r nú þannig núna að Eyjamenn ehf eru með meirihluta, en nauman þó en ég hugsa að ég og fleiri sma smá hluthafa stöndum frekar að baki Eyjamönnum en þeim bræðrum og þá er þetta nú í lagi en sem komið er.


mbl.is Sumarbústaðabyggð ef Vinnslustöðin hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn Gísli, það er nú bara þannig að ég er að róa hjá Vinnslustöðinni og nokkrir er en þá um borð sem fengu gefins bréf um árið þegar V.S.V. var 60 eða 65 ára. Ég er hræddur við þetta eins og fleiri og við treystum á menn eins og þig! Það hefði verið betra (eftir á að hyggja) að gefa pening heldur en bréf, en ég óska þér og þinni fjölskyldu góðrar sjómannahelgar.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband