Athyglisvert

Gaman að sjá þegar að menn þora að tjá sig, ekki ætla ég að flokka mig sem sérfræðing í þessum málum, en menn verða að treysta því sem sérfræðingarnir leggja fram þó svo að við þurfum stundum að draga úr veiðum eða öðru til að aðlaga okkur aðstæðum þá ber okkur að gera það. Það væri vont að vakna upp einn daginn og sjá að þetta er allt ein rjúkandi rúst.  Reynum að vanda okkur.


mbl.is "Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvað á að gera ef að ráð sérfræðinganna hafa reynst afar illa eins og raunin er?

Það er mín skoðun að þá eigi að skoða allar hliðar málsins og einnig rök þeirra sem hafa gagnrýnt stjórnunina s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðing. ´

Ég efast strólega um að það sé veitt of mikið og það marka ég af því að vöxtur einstaklinga mælist mjög lítill.  Þegar skepnur vaxa ekki er skortur á æti og þá er tvennt að gera þ.e. bæta æti í sjóinn sem er ákaflega erfitt og hitt er auðvitað að fækka fiskum sem eru á fóðrum og veiða meira.

Sigurjón Þórðarson, 3.6.2007 kl. 14:51

2 identicon

Merkileg fræði þessi fiskifræði. Það er eins og hún sé unnin út frá einni formúlu og er ég þess fullviss að fræðingar þeir sem á hafró vinna eru ekki samkvæmir sjálfum sér. Þá á ég við að miðað við þá menntun sem þeir fengu þá hafi þeim ekki verið kennt að líta eingöngu á eina hlið heldur líta á málið frá öllum þeim hliðum sem hugsast getur. En raunin virðist vera sú að aðeins ein leið sé fær og það er sú leið sem höfuðpaurinn þar á bæ setur fram. Ekki er ég maður í að fullyrða hvort hún sé sú rétta eða sú ranga. En samt tel ég  raunhæfara að líta til fleiri þátta eins t.d. fiskifræði sjómannsins sem og aðrar hliðar eins og fiskifræði Jóns Kr. Allavega lítur þetta þannig út fyrir mér að sú formúla sem farið er eftir í dag er ekki alveg að virka og þá spyr ég bara þarf ekki að bæta e-h inn í hana ?

Halldór (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.