30.8.2007 | 07:38
Þetta er há tala...eða hvað
Um það bil 3 útköll á dag vegna erja sem tengjast samböndum er samt kannski ekki svo mikið miðað við allan þann fjölda af fólki sem er á höfuðborgarsvæðinu, en rét er að hafa í huga að þetta eru þær erjur þar sem lögreglan er kölluð á vettvang. Hvað ætli talan sé í raun há?
Þetta hér á eftir kom mér ekkert sérstaklega á óvart en gott að fá staðfestingu á þessu: Samkvæmt nýrri sænskri könnun er ofbeldi gegn körlum algengara en ofbeldi gegn konum. Konur verða hins vegar fyrir alvarlegra ofbeldi en karlar og afleiðingarnar verða langvinnari. Væri gaman að sjá könnun um þetta tekna á Íslandi.
1000 útköll vegna erja í samböndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.