31.8.2007 | 07:13
Jæja - sér fyrir endan á þvælingi Kjartans
Held að það hljóti að vera ánægjuefni fyrir Kjartan Henry af komast að hjá Åtvitaberg - sá er aldeilis búin að flakka á milli liða hægri - vinstri án þess að nokkrum lítist á hann - hlýtur að vera niðurdrepandi - og svo þegar að eitthvað gerist þá er það einhver 2ja mánaða samningur. Þá ríður á að standa sig til að fá nýjan samning eða vekja áhuga annarra liða - ef illa fer þá er alltaf hægt að koma bara heim með svefnpokann í haust þó ég voni svo sannarlega að piltur standi sig, það er nefnilega alltaf gaman að vita til þess að íslenskir peyjar geri það gott erlendis.
![]() |
Kjartan til Åtvitaberg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.