Til hamingju Bibbi Páls

Mikið er ég ánægður fyrir hönd vinar míns Birkis Pálssonar Seyðfirðings, og fyrrum leikmanns Hugins og ÍBV, að Þróttarar skuli vera efstir, efast ekki um að kappinn spilaði vel í dag, gott hjá honum að gefa rindjánum séns á smá forskoti með því að láta dæma á sig víti. Vona líka að Steini Halldórs hafi ekki orðið sér til skammar á hliðarlínunni í dag eins og daginn, þó ég efist ekki um að dómaratríóið átti skilin köllin sem hann lét dynja á þeim - vitleysa í KSÍ að dæma hann í leikbann - he he he

Gaman að vera Köttari í dag

ÍBV vann í gær svo ég sé ekki annað í stöðunni en að við fylgjum Þrótti og Grindavík upp, ensa náum við fullu húsi það sem eftir er mótsins.

Ánægður líka að lærisveinar Jakobs Márs Jónharðssonar hjá Reyni í Sandgerði unnu KA og var það ekki gamli Eyjapeyjinn og fyrrum KFS leikmaðurinn Magni sem tryggði sigurinn í blálokin.


mbl.is Þróttur í efsta sætið eftir 3:1-sigur gegn Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir Gilli minn, vona svo innilega að þið fylgið okkur upp en hins vegar komið þið ekki og sækjið sigur til okkar, það er nokkuð ljóst..

Birkir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.