
Til hamingju Landsbankadeildin, með metið en verð að segja að mér þykir það lélegt ef ekki hefur verið tekið út nú þegar hvernig á að heiðra 100.000 gestinn - það er búið að stefna á þetta í nokkur ár að ná þessari tölu og ég held í einfeldni minni að menn hljóti að verða með smáviðbúnað. Það má t.d. búa til fyrirfram ákveðna tölu á hverjum þeim velli sem spilað er á í næstu umferð og verðlauna einn áhorfenda á hverjum velli sem "100.000" áhorfendann - legg til að vinir mínir í stúkubyggingunni í Laugardal komi með eitthvert tromp þegar að þessu kemur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.