Til hamingju Fjölnismenn - hvað gerir Fimleikafélagið nú?

Fyllilega sanngjarn sigur Fjölnismanna á Árbæingum í kvöld í rigningunni á Laugardalsvelli. Fannst þeir svo sannarlega eiga það frekar skilið að finna - finnst alltaf eitthvert karakter- og andleysi fylgja Árbæingum,  EN hvað um það þetta var sanngjarnt að minu mati.

Nú verður gaman að sjá hver viðbrögð FH-inga verður í þessari stöðu sem upp er komin þar sem þokkalegur fjöldi leikmana Fjölnis eru samningsbundnir FH - Fróðlegt verður að sjá hvort FH-ingar banna leikmönnum sem þeir telja eki nógu góða fyrir sitt lið og leigja því annað að leika með Fjölnismönnum í úrslitaleiknum - ég mun hlægja mikið ef Fimleikafélagsmenn úr Hafnarfirði banna þessumpiltum að taka þátt í þessum stærsta leik sumarsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur jafnt að ganga yfir alla.  FH-ingar sem lánaðir voru til ÍBV 2005 fengu ekki að spila gegn þeim og þá voru liðin á sitthvorum enda töflunnar.  Það var hægt að hlæja að því þá, en hvað nú þegar er sjálfur bikarúrslitaleikurinn ?  Þeir hljóta að skjálfa á beinunum.  Dragi þeir alla sína menn út, sjáum við fram á breyttar reglur um viðlíka ráðstöfun sem lán leikmanna er milli félagsliða á Íslandi.  Ég græt það ekki að málið fái umfjöllun og menn taki meðvitaða afstöðu til þess hvort núverandi leikreglur séu íslenskum fótbolta til góða.  Í það minnsta öfunda ég ekki FH-inga að þurfa að taka afstöðu í þessu máli.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband