púfff....kannski einhverjir grýttir til dauða líka?

hanging%20car(2)Alveg finnst mér þetta með ólíkindum þessar aðfarir þarna í Íran, þetta er nú svo sem ekki bara þarna í Íran fleiri lönd eru rugluð í þessu aftökuveseni - dauðarefsingar finnst mér alltaf harður dómur alveg sama í raun hver glæpurinn er held að við höfum ekki rétt til að taka líf einhvers með einhverjum lögum og reglum sem við skáldum upp - vil miklu frekar sjá þetta fólk kveljast í fangelsi og þurfa að lifa með þessu, sumt lið er nú líka ágætis rannsóknarefni fyrir hina og þessa.

En kannski er maður með þessa afstöðu af því að maður hefur ekki lent í höndunum á svona hyski, en veit ekki hvort það á að hengja smyglara og nauðgara - er ekki nóg að gelda bara nauðgarana, eða skera bara undan þeim - ég bara segi svona  -  ég er ekki alveg viss hvað þessi á myndinni gerði af sér en það má hafa verið mikið til að réttlæta slíka meðferð


mbl.is 21 afbrotamaður hengdur í Íran í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki eru mannréttindasamtök af neinu tagi að mótmæla aftökum í Íran, né heldur málsmetandi fólk af vinstri væng stjórnmálanna.  Ef það eiga sér stað aftökur í Bandaríkjunum eða Japan eða einhverju öðru Vestrænt-vinveittur land, þá er það allt annað mál.  Þá rísa mannréttindafrömuðir og vinstrisinnaðir stjórnmálamenn upp á afturfæturna og mótmæla hástöfum.  Skrítið þetta lið.

Ólafur Rúnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:22

2 identicon

Ég veit reyndar ekkert hvað mér finnst um dóðadóma svona almennt og á erfitt að gera mér upp einhverja ákveðna skoðun á þeim,en að gera þetta opinberlega er fyrir  neðan allar hellur og finnst mér einhver "einræðisherra" fnykur af svoleiðis,eða það er að segja hræðslustjórnun.

engelen (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:38

3 identicon

Ég sé ekki neitt gott við dauðarefsingar yfir höfuð, ekki einu sinni nauðgara eða morðingja, frekar að loka þá inni eins lengi og hægt er, jafnvel lífstíð.. Ætla þeir að ná einhverjum árangri á að hengja smyglarana sem eru teknir ? Greinilega vantar ekki framboðið í þetta starf, þó allir viti að það er lífshættulegt.

stebbi (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband