Að vera alinn upp af fjölmiðlum

Er ekki málið að það eru einfaldlega fjölmiðlar sem hafa tekið þessar dúllur upp á sína arma og gert þau að því sem þau eru i dag, alls ekki öllu reyndar. Þessar elskur mega varla ropa eða reka við án þess að það verði einhver blaðamaðurinn fyrir því og hann blæs það svo upp og fær nánast ótakmarkað pláss í sínu blaði til að fjalla um lyktina eða hvað það er sem að hann varð fyrir. Hugsið ykkur ef að menn tækju sig saman og létu þau í friði í svona 6-8 vikur, hvað ætli gerðist þá? Fjölmiðlar eru búnir að búa til að miklu leyti Beckham veldið - Viktoría nýtur þess til fullnustu á meðan karlinn reynar að sparka í leðurtuðruna af öllum mætti - ég vorkenni að vissu leyti börnunum þeirra að sogast inn í þetta fár allt saman.

Ég myndi nú samt gjarna vilja fá að snæða með þeim kvöldmat og eyða með þeim kvöldstund, kynnast því aðeins hvernig þau eru svona í nálægð og í eigin persónu.


mbl.is Beckhamhjónin eru „ofmetnasta fólk í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband