11.9.2007 | 21:03
Að taka höfuðið af koddanum?
Það skyldi þó aldrei vera að George Bush sé að rumska af þeim Þyrnirósarsvefni sem hann hefur verið á gagnvart því að fækka hægt og rólega í herliðinu í Írak. Kannski að Barbara hafi lætt nálapúða undir koddann hjá honum og þannig komið blóðinu á hreyfingu hjá honum. Vona að þetta sé bara fyrsta jákvæða skrefið sem karl fauskurinn tekur íáttina af því að fækka hermönnum vel og myndarlega í Írak - Leyfum þeim að útkljá sín mál sjálfir, þannig séð. Það er ég hræddur um að maður væri orðinn "crazy" hérna í Eyjum ef að hér væri sífellt einhver her ofan af landi, með takmarkaðan skilning á því sem gengur og gerist í Eyjum, en væri samt sífellt að skipta sér af - það myndi pirra mann óstjórnlega!!!!
Bush hyggst boða fækkun hermanna í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.