Hjólbörufylli af rúblum

img_5399var víst það sem Abramovich lofaði leikmönnum rússneska liðsins!  Hvort sem þetta er rétt eða ekki þá er þetta eitthvað sem er ekki svo vitlaust. Abramovich hefur dælt peningum í knattspyrnuna frá því að hann hóf af henni afskipti á sínum tíma og þar hefur náttúrulega Chelsea fengið bestan hlutan af því, eðlilega.  En ef þetta moldríka lið vill fara að styrkja íþróttir og íþróttafólk er það hið besta mál og því ber að fagna.

En auðvitað veltir breska pressan sér upp úr þessu eins og þeim einum er lagið og reynir við hvert innslag að slá ryki í augu fólks um ágæti Abramovich, sem er einn af þeim mönnum sem hefur átt hvað stærstan þátt í að auglýsa upp enska boltann og efla síðustu ár - verst er reyndar við þessa uppsveiflu að mikið undanhald hefur verið á enskum leikmönnum en vonandi tekst að rétta þann hlut við aftur.

Fékk þessa mynd að láni hjá félögum mínum í Grindavík en þar eru þeir að afhenda Abramovich skyrtu Grindavíkurliðsins tileignar er hann kom þar í heimsókn.


mbl.is Abramovich býður milljón pund fyrir sigur gegn Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjólbörufylli af ,, stolnum rúblum ". Alþýða manna í Rússlandi hatar þennan mann, sem líklega er að reyna að ganga í augun á þjóðinni með þessu.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 09:44

2 identicon

Já það hefur eitthvað farið í taugarnar á Rússum hversu illa einkavæðingin hefur gengið þar.  Annað en hér.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband