19.9.2007 | 10:39
Hvað gerist nú?
Fjölmiðlamenn búnir að velta sér mikið upp úr þessum FIFA-lista sem styrktur er af Coca-Cola og svo sannarlega höfum við ekki verið að rokka feitt á þessum lista. Þeir marg búnir að jarða Eyjólf, hvernig taka þeir á málinu núna?
Það sýnist hverjum sitt um ágæti þessa lista, það er ekkert öðruvísi hér en annarsstaðar þar sem settir eru saman listar um hitt og þetta, aðallega þó hitt. EN svona er nú listinn og hann er reiknaður út á sinn hátt. Nú tökum við gott stökk upp á við sem er bara frábært - styrkir ímynd og stöðu okkar sem knattspyrnuþjóð - en ég hef nú alltaf fyrir reglu að skoða frekar hvar við erum staddir á listanum yfir Evrópuþjóðir því það eru jú þær sem við erum að keppa við og bera okkur helst saman við og í dag er staðan þar svona í okkar hverfi:
68 | 33 | Cyprus | 452 | 14 | 57 | |
70 | 34 | Belarus | 445 | -1 | 7 | |
75 | 35 | Slovenia | 429 | 19 | 72 | |
78 | 36 | Albania | 420 | -12 | -42 | |
80 | 37 | Iceland | 414 | 37 | 165 | |
81 | 38 | Moldova | 413 | 25 | 121 | |
84 | 39 | Lithuania | 398 | -6 | -3 | |
85 | 40 | Austria | 395 | -1 | 12 | |
87 | 41 | Armenia | 393 | -6 | -3 | |
94 | 42 | Latvia | 364 | 16 | 90 |
Við erum númer 37 af 53 þjóðum á Evrópulistanum - og eigum eftir að færast upp um 2-5 sæti fyrir áramót hef ég trú á.
Ísland upp um 37 sæti á lista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar raðað er í riðla í til dæmis undankeppnir stórmót er raðað eftir styrkleika eins og þú kannski veist. þá er þessi listi tekinn með í reikninginn
Björgvin (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:53
Já já veit það vel - hef þess vegna gaman af að skoða þetta minnir að síðast þegar að dregið var þa vorum við einu sæti frá því að falla í neðsta flokk en nú erum við sennilegast á barmi flokksins fyrir ofan. Þessi listi er alls ekkert al vitlaus en ég held að þegarheimslistinn er settur saman að þá á myndin til með þaðað skekkjast og þá í þá átt að sum lið sem ekki eru sterk eru ofar en þau skyldu vera sökum veikra liða íþeirra heimsálfu - það er ástæðan fyrir því að ég kýs að skoða Evrópulistann.
Gísli Foster Hjartarson, 19.9.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.