Athyglisvert - ótrúlegt í raun

photoshop-upsidedownaf rúv.is 

BNA: Börn fá heilbrigðisþjónustu

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp til laga sem myndu veita milljónum snauðra barna rétt á ókeypis heilbrigðisþjónustu. George Bush forseti hyggst ekki staðfesta frumvarpið, jafnvel þótt Öldungadeildin samþykki það síðar í vikunni.

Um 6 milljónir fátækra ungmenna eiga rétt á heilbrigðisþjónustu samkvæmt svonefndu Medicaid-verkefni í Bandaríkjunum. Fulltrúadeildin vill bæta 3,8 milljónum barna í þennan hóp, foreldrar þeirra hafi ekki efni á að kaupa sjúkratryggingu en beri of mikið út býtum til að eiga rétt á þáttöku í Medicaid-verkefninu.

 

Kostnaður við verkefnið er 25 milljarðar dollara á ári, viðbótarkostnaður yrði 35 milljarðar. Þeim kostnaði yrði mætt með því að leggja 40 senta skatt á sígarettupakka. Frumvarpið var samþykkt með 265 atkvæðum gegn 159, 45 repúblikanar greiddu því atkvæði.

Þetta nægir þó ekki til að hnekkja neitunarvaldi forsetans, til þess þarf tvo þriðju atkvæða. Bush segir frumvarpið skref í átt að ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, og ætlar því að bregða fæti fyrir það. Ýmsum flokksbræðrum hans, þar á meðal Charles Grassley, öldungadeildarþingmanni Iowa, gremst þessi afstaða forsetans, og segja afleitt að milljónir barna fái enga heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum.

Þetta les maður. En það stendur ekki á þessum háa herra að fórna milljörðum í hernað og vopnaframleiðslu og í heimsyfirráð. Nei en komi að eigin þegnum, og það sem kalla má framtíð USA, þá skal sagt nei - hvernig á maður að fatta svona fíflarí?  "Hvernig á bókin eiginlega að snúa" gæti  verið einkunarorð þessarar ágætu myndar sem ég setti með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já núna ætla hann að klóra yfir skítinn sinn í heilbrigðismálum blessaður Kaninn.Þetta kerfi er nefnilega það sem kapitalistarnir á Íslandi vilja koma á.Þeir sem eiga peningana geta fengið læknisþjónustu,aðrir geta dáið drottni sínum.Þeir voru aumingjar hvort sem er.

RagnaB (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

he he he skemmtilega orðað frænka.

Gísli Foster Hjartarson, 26.9.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.