Heilagt stríð?

home-myanmarEr þetta nú ekki fulllangt gengið þegar að menn ryðjast orðið inn í klaustur til þess að sækja sér fanga, hélt að á flestum ef ekki öllum stöðum í heiminum væru klustur heilagir staðir þar sem fólk nyti friðhelgi? EN það virðist ekki vera í Burma, þar sýnir herforingjastjórnin ægivald sitt í einu og öllu. Nú þegar þeir eru komnir á það stig að beita her og öryggissveitum landsins í baráttu sinni við fólk sem er að mótmæla ótrúlegri hækkun á bensíni, í grunninn, þá eru menn nú ekki alveg í lagi. Er það ekki hræðslan um að missa ægivaldið yfir landinu sem rekur þessa háu hera áfram. Hefur þessum mönnum ekki tekist að halda landinu nógu langt á eftir samtímanum hingað til og ekki nóg með það þetta eru ekki einu sinni réttkjörnir valdhafar í landinu - fólk kaus þetta lið ekki yfir sig.

Ég vona að restin af heiminum vakni til lífsins og beri gæfu til þess að taka sameiginlega á þessum vanda sem þarna er. Menn leggist á eitt við að koma á þarna samfélagi sem lýtur almennum mannréttindum og tjáningafrelsi ekki einhverri hagsmunastjórn nokkurra einstaklinga.

- Svo spyr ég hvernig stendur á að engir Íslenskir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um málið - veit að þetta er ekki land sem að við höfum mikil samskipti við en það hefur nú heyrst hljóð úr horni hjá þessu liði við minna tilefni - en það er þá kannski helst þegar stigið er á þeirra eigin hagsmuni! - Þetta lið er kannski bara alveg sammála aðgerðum herforingjastjórnarinnar? Er ekki þögn sama og samþykki?


mbl.is Árásir gerðar á munkaklaustur í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband