Inni á vellinum eru allir jafnir

lawroVerð nú að segja við Rafa að innan valar eru allir jafnir og allir eiga að njóta sömu verndar það er ekkert hægt að vera ofvernda einhverja leikmenn sem hann bestu leikmennina, en eru samt ekki það góðir að þeiri eigi fast sæti í byrjunarliðinu hjá honum. Náttúrulega ótrúlegt að Torres skuli ekki vera í byrjunarliðinu að staðaldri hélt að markmiðið væri að stilla upp sterkasta liðinu og  reyna að vinna alla leiki - það hefur ekki alveg gengið upp hjá þessum annars góða Þjálfara. En það er leikur hjá ÍBV í kvöld og mikið finnst mér ÍBV merkilegri klúbbur en Liverpool og leikurinn í kvöld mikilvægari en einhver leikur hjá Liverpool, United eða hvað þessi lið eita..
mbl.is Torres ekki endilega í liði Liverpool á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið við Rafael Benitez er hvað hann vanmetur oft andstæðinga eins og t.d. Birmingham um daginn. Sammála þér að það er furðulegt hvað hann sparar Torres, sem ég fann vissulega til með í leiknum á móti Readind. Það var brotið alveg óhuggulega mikið á Torres þar.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það á við um Torres alveg eins og aðra leikmenn að á þeim er brotið og sjálfir ganga þeir eins langt og þeir telja sig geta komist. en svo er þetta spurning um hvernig dómarinn sér hlutina - það er svo allt annar hlutur. En held að Torres eigi eftir að reynast miki fengur fyrir Liverpool.

Gísli Foster Hjartarson, 28.9.2007 kl. 10:07

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég er sannfærður um að Torres á eftir að reynast mínum mönnum mjög vel og vissulega væri ég alveg til í að sjá hann í byrjunarliðinu í hverjum leik - eða svona næstum því allavega. En Rafa heldur sig við sitt skipulag og við gefum honum allavega út tímabilið til að sjá hvernig það virkar, því núna er hann án nokkurs vafa með sterkasta hópinn í höndunum síðan hann kom til félagsins.

En sammála þér Gísli með það að leikurinn í kvöld, eða leikirnir réttara sagt, skipta mun meira máli en Liverpool

Smári Jökull Jónsson, 28.9.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband