29.9.2007 | 20:15
Þennan ber að heiðra
Frábær leikmaður þarna á ferð og hann var farin að virðast manni ætla að verða endalaust í þessu. En nú segir hann að hans tími sé kominn og eitt er víst að það verður mikill sjónarsviptir af Rúnar Kristinssyni einum besta leikmanni Íslenskrar knattspyrnu fyrr og síðar.
Ég man fyrst eftir Rúnari á Þjóðhátíð fyrir mörgum árum þegar að ungmennalandslið Íslands, sennilegast bara U-18, svei mér þá, kom til Eyja yfir Verslunarmannahelgina og lék 2 leiki við okkur hjá ÍBV. Ég þakka þær ánægjustundir sem þessi leikmaður færði manni, og þá sérstaklega með landsliðinu.
![]() |
Rúnar Kristinsson er hættur með KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.