30.9.2007 | 23:17
Putín skák og mát!
Eða hvað? Er nú ekki viss umað skáksnillingurinn Kasparov standi u sem sigurvegari í þessari rimmu en það er gott að sjá að hanngefst ekki upp og því gæti þetta orðið forvitnilegt. Svo er þetta náttúrulega spurning um það hvernigbyfirvöld þarna höndla það þegar Kasparov og félagar boða til fjölda funda á götum úti - það hefur nú ekki fallið í góðan jarðveg hingað til. Hverni eiga mennað nátil fjöldans ef ekki má funda? En við verðum bara að bíða og sjá. Ætli nýkrýndur heimsmeistari Anand eigi eftr að hella sér út ípólitíkina?
Kasparov útnefndur forsetaefni Annars Rússlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll, Gísli !
Nei; Putín er ekki skák og mát. Hygg, að Rússar sjái í gegnum Kasparov. Mér sýnist, kæmist hann í einhverjar áhrifastöður, í Rússlandi; þá yrði hann leiðitamur bandarísku heimsvaldasinnunum. Ólíklegt, að Rússar kjósi sér slíkan pilt, hver hallur yrði, undir Washington klíkuna.
Sjáum Frakkland; Gísli, held; að Frakkar séu nú margir farnir að naga sig í handarbök, fyrir að hafa veitt Sarkozy brautargengi, féll hundflatur fram fyrir Bush; og hyski hans. Sarkozy virtist nefnilega nokkuð ærlegur, áður en hann varð forseti. Þoldi ekki upphefðina, dæmigerður spjátrungur.
Það eru svona glottuleitir piltar; eins og Geir H. Haarde, hér heima, sem og þeir Sarkozy og Kasparov, sem menn þurfa að gjalda varhug við, Gísli minn.
Með þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 01:05
Ótrúlegt hvað menn nenna að sleikja upp þennan Bush, og að hann skuli í raun vera vinsælasti krakkinn í sandkassanum er óskiljanlegt, hann á reyndar mest af dótinu en menn hljóta að fara að fatta að það er ekkert gaman að leika með honum. Óskar Helgi þú bendir þarna líka á Geir H. Haarde ég ætla að umgangast hans visku af nærgætni, hef reyndar alltaf talið hann ágætis pilt.
Gísli Foster Hjartarson, 1.10.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.